Guðrún Ólöf missti annan fótinn vegna krabbameins

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir.
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir prýðir forsíðu Heilsublaðs Morgunblaðsins. Hún varð fyrir miklu áfalli síðasta sumar þegar í ljós kom að það þyrfti að taka af henni fótinn fyrir ofan hné vegna krabbameins. Hún lítur framtíðina björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi að undanförnu. Hún er með það markmið að ganga á hælaskóm aftur og að geta gengið án stuðnings. 

„Ég vil ekki vera sú sem vorkennir sjálfri sér. Ég reyni því í hvert skipti sem ég fer að hugsa eitthvað neikvætt, að gera hluti sem fær mér frið og aðeins nær markmiðum mínum. Það þarf ekki að vera flókið. Stundum tek ég nokkrar armbeygjur og stundum fer ég bara að prjóna. Eymd og volæði fá ekki að búa í höfðinu á mér. Lífið er alls konar og við lendum öll í einhverju. Það var ekkert sem ég gat gert við þessum veikindum mínum og það eru allir boðnir og búnir að veita mér stuðning. Svo eru til alls konar sjúkdómar, og sumir ekki eins heppnir og ég með stuðning. Ég reyni að hafa það hugfast í bataferlinu,“ segir Guðrún Ólöf í viðtali við Morgunblaðið. 

Heilsublað Morgunblaðsins 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda