Patrik þarf að hætta að fara í ljós

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, leggur mikla áherslu á lúkkið. Það er þó ekki nóg að vera með puttan á púlsinum í tískuheiminum heldur þarf líka að huga að húðinni. 

Nú virðist Patrik vera staðráðinn í því að hugsa extra vel um húðina, en á dögunum fékk hann sjokkerandi fréttir um húðrútínu sína þegar hann mætti í húðmeðferð á Húðfegrun. 

„Ekki fara í ljós“

„Er ekki bara best að fara í ljós?“ spyr Patrik hjúkrunarfræðing sem nostraði við andlitið á honum. Hún hlær en er ekki lengi að svara honum neitandi. 

„Hvernig á maður að fá sól þá?“ spyr Patrik í kjölfarið og hljómar frekar áhyggjufullur yfir tilmælum hjúkrunarfræðingsins sem svarar: „Þá þarftu allavega að vera með sólarvörn. Þú getur þá farið í smá sól. Ekki fara í ljós.“

Hjúkrunarfræðingurinn gaf ekki bara góð ráð fyrir húðina heldur kenndi hún Patrik að slaka á, enda hefur nóg verið að gera hjá tónlistarmanninum að undanförnu. „Þú þarft bara að læra að slaka á. Anda ofan í maga, maginn á þér hreyfist þegar þú ert að anda. Því maður andar oft svo grunnt þegar maður er alltaf á fullu,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál