Streita meiri skaðvaldur en kók og sígó

Kjartan Guðbrandsson veit sínu viti þegar kemur að heilsu- og líkamsrækt enda einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hann segir vaxandi streitustig í samfélaginu vera mikið áhyggjuefni og er sannfærður um að aukin streitumenning muni ganga frá heilsu íslensku þjóðarinnar. 

„Ég held að streitan sé kannski númer eitt. Höldum henni niðri,“ segir Kjartan í Dagmálum. 

Kjartan segir yfirgnæfandi líkur á að langvarandi streita geti stytt lífaldur fólks. Hann segir streituna framkalla ýmsa óæskilega heilsufars kvilla á borð við kvíða og gigt ásamt fjölda annarra sjúkdóma sem hafi mikil áhrif á lífsgæði og langlífi fólks.

„Streitan mun drepa stressaðan gæjann fyrr heldur en gæjann sem fékk sé kók, sígó og hamborgara,“ segir Kjartan og bendir á að skyndibitaát í hófi þurfi ekki að vera á bannlista sé regluleg hreyfing stunduð samhliða því.

„Ég myndi alltaf kjósa hamborgarann í staðinn fyrir gigt og kvíða.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda