Nú getur einhver heppinn látið draum sinn rætast um að búa við Ægisíðuna en íbúð var að koma á sölu í einu af glæsilegri húsunum þar. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni en um er að ræða efri hæð og ris. Útsýnið úr íbúðinni er stórbrotið en það eru hvorki meira né minna en þrennar svalir til þess að njóta þess úr.
HÉR má nálgast frekari upplýsingar um eignina.