Sumarhús Rutar Kára við sjóinn

Hús Rutar Káradóttur á Stokkseyri er með guðdómlegu útsýni út …
Hús Rutar Káradóttur á Stokkseyri er með guðdómlegu útsýni út á sjó. Ljósmynd/Krista Keltanen

Rut Káradóttir innanhússarkitekt á glæsilegt sumarhús á Stokkseyri. Húsið er afar sérstakt í útliti og féll hún fyrir því. Þegar Rut og eiginmaður hennar festu kaup á húsinu þurfti ekki að gera mikið fyrir það, bara aðeins að lífga upp á það að innan. 

Á dögunum fékk Rut heimsókn frá húsbúnaðartímaritinu Nordic Living. Í nýjasta hefti blaðsins er 16 síðna umfjöllun um húsið með myndum eftir ljósmyndarann Krista Keltanen. 

Í tilefni af þessu heyrði undirrituð aðeins í Rut og spurði hana út í húsið sem hún festi kaup á í fyrra. Þegar ég spyr hana hvers vegna hún hafi fallið fyrir því segir hún að formið á húsinu hafi spilað það stórt hlutverk. Svo hafi hraunhleðslan í kringum húsið og staðsetningin við fjöruborðið gert sitt í því að þeim langaði í húsið. 

„Við fylgdumst með byggingu þessa húss strax frá upphafi því við áttum oft leið hjá því, því við förum reglulega á einn af uppáhaldsveitingastaðnum okkar „Fjöruborðið“ sem er hérna rétt hjá,“ segir hún. 

Aðspurð að því hvort það hafi þurft að gera mikið fyrir húsið eftir þau keyptu það segir hún svo ekki vera. 

„Raunar bara aðeins að innan til þess að gera það að okkar en annars var húsið allt rosalega vel gert og úthugsað niður í smæstu díteila frá hendi hjónanna sem seldu okkur húsið en sonur þeirra, Haraldur Björnsson, hannaði húsið ásamt föður sínum.“

Ég rek augun í það þegar ég skoða myndirnar af húsinu í Nordic Living að það er miklu ljósara en það sem Rut hefur hannað upp á síðkastið. 

„Okkur fannst að þetta hús byði upp á minimalsíska skandinavíska hönnun með japönskum áhrifum.“

Ég hálf móðga Rut þegar ég spyr hana hvað hafi heillað hana við þessa staðsetningu. 

„Ertu að grínast, þú ert bara í sjónum þegar að þú ert í húsinu og við hjónin elskum að vera nálægt eða í sjó eða vatni. Það er svo slakandi á fallegum degi og ekki síðra í brjáluðu brimi,“ segir hún. 

Rut og fjölskylda hennar nota húsið sem sumarhús. Þegar ég spyr hana hvað þau geri í húsinu segir hún að þarna endurhlaði hún sig. 

„Við hvílum okkur, lesum, borðum góðan mat, förum í göngutúra og bara njótum þess að vera saman og svo fáum við líka oft góða gesti því það er svo stutt á Stokkseyri sem er einn af kostunum.“

Rut Káradóttir í Nordic Living. Guðdómlegt!

A video posted by Smartland (@smartlandmortumariu) on Oct 12, 2016 at 2:32am PDT

Í bústaðnum er ljós viður í forgrunni.
Í bústaðnum er ljós viður í forgrunni.
Húsið er timburklætt að utan.
Húsið er timburklætt að utan.
Eldhúsið er með dekkri viðarinnréttingu.
Eldhúsið er með dekkri viðarinnréttingu.
Svefnherbergið er hlýlegt.
Svefnherbergið er hlýlegt.
Hvítir sófar úr IKEA koma vel út í húsinu.
Hvítir sófar úr IKEA koma vel út í húsinu.
Forstofan.
Forstofan.
Rut Káradóttir gaf út bókina Inni fyrir um ári síðan. …
Rut Káradóttir gaf út bókina Inni fyrir um ári síðan. Í henni er að finna hennar verk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda