Glæsihús á Landssímareitnum

Lindarvatn ehf., sem er í eigu Icelandair Group og Dalsness, sem skipuleggur uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll, hefur látið gera myndband sem sýnir hvernig umhorfs verður á reitnum að framkvæmdum loknum. Óhætt er að segja að glæsilegt sé um að litast.

Icelandair hótel munu starfrækja Iceland Parliament hótel undir merkjum Curio by Hilton í gamla Landssímahúsinu, auk þess sem tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Einnig verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.

Á  sýningunni „Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur“ sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu má sjá líkön af uppbyggingunni á svæðinu. Markmiðið með sýningunni í ráðhúsinu er að veita borgarbúum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál