Tískutrendin 2018 að mati Söru

Sara Dögg segir að „You do you“ sé besta aðferðin …
Sara Dögg segir að „You do you“ sé besta aðferðin til að gera heiðarleg, persónuleg heimili. Ljósmynd/Aðsend

Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Hún segir að „You do you“ sé besta aðferðin til að gera heiðarleg, persónuleg heimili.

Hvað getur þú sagt mér um helstu strauma og stefnur þegar kemur að innanhúshönnun á þessu ári?

„Það sem er vinsælt núna er slétt flauel alls staðar. Mattir veggir og meira um liti á veggjum. Eins sjáum við meiri litagleði í textíl og bólstrun. Við erum að sjá ljós sem segja meira vá!

Terrazzo-flísar í eldhús og baðherbergi. Eins eru sófar í óvenjulegu formi, mýkri og í rúnnuðu formi, svolítið í anda 70's. Dökkar innréttingar eru vinsælar sem og skýrar andstæður í litum og efnum.

Blandaðir málmar.

Minna um rómantíska innanstokksmuni og meira af óhefðbundnum formum.“

Húsgögn í óhefðbundnum formum eru vinsæl um þessar mundir.
Húsgögn í óhefðbundnum formum eru vinsæl um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend

Hverjir eru helstu litir í innanhúshönnun á þessu ári?

„Grænir tónar taka við af þeim bláu, blandan af þeim báðum er líka vinsæl. Svargráir veggir verða ennþá meira áberandi í ár. Nýliðar ársins eru samt sem áður musku kóralbleikur og djúpur rauðfjólublár.“

Djúpur rauðfjólublár er vinsæll núna.
Djúpur rauðfjólublár er vinsæll núna. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig getum við búið til húsnæði sem endurspeglar lífsviðhorf okkar, heilsusamleg, heiðarleg og opin heimili?

„Með því að fylgja okkar persónulega stíl og þar af leiðandi skapa okkar andrúmsloft. Það sem virkar fyrir einn einstakling virkar ekki endilega fyrir alla og þá á ekki vera að elta einhverja tískustrauma og fylgja þeim bara. Farðu þína eigin leið, ekki velja öruggu leiðina og gera eins og allir aðrir eru að gera. „You do you“ og vertu trú sjálfri þér.“

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

„Ef ég ætti að reyna lýsa honum þá myndi ég segja að hann væri svolítið „feminine masculine“ sem hljómar eins og mótsögn. En ég hallast mikið að hörðum efnum á móti mjúkum formum og svo dassi af glamúr með, getum kallað hann „soft masculine“.“

Hvað getur þú sagt mér um heimili þitt?

„Það er mjög „monochromatic“ með stílhreinum og fallegum formum. Dökkar innréttingar, abstrakt myndir, miklar andstæður og mikil mýkt. Skreyti með skúlptúr, bókum og tímaritum.“

Hvar/hvernig kjarnar þú þig heima?

„Ég sit með lappirnar uppi í sófa, drekk góðan kaffibolla, fletti í gegnum Pinterest og Instagram og nýt útsýnisins.“

Terrazzo flísar eru vinsælar í eldhús og baðherbergi.
Terrazzo flísar eru vinsælar í eldhús og baðherbergi. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál