Skáparáð frá fataskápahönnuði stjarnanna

Lisa Adams er sérfræðingur í fataskápum og fataherbergjum.
Lisa Adams er sérfræðingur í fataskápum og fataherbergjum. skjáskot/Instagram

Fataskápur er ekki sama og fataskápur, það veit fataskápahönnuðurinn Lisa Adams. Adams er þekkt fyrir að hanna fataskápa fyrir stjörnurnar en hún hefur hannað fataskápa fyrir ofurfyrirsætuna Tyru Banks, raunveruleikastjörnuna Khloé Kardashian og söngkonuna Christinu Aguilieru. 

Adams hannar bæði vel skipulagða skápa en einnig fataherbergi en flestar stjörnur eiga að minnsta kosti eitt gott fataherbergi. Úthugsuð geymslupláss og glæsileiki einkenna fataskápa og fataherbergi Adams. 

Adams gaf út bókina Closet Design Bible þar sem hún fer yfir góð ráð varðandi fataskápa. Elle Decor tók saman átta góð atriði úr bókinni. 

1. Góð lýsing 

Adams segir góða lýsingu skipta öllu máli. Það er ekki bara auðveldara að klæða sig á morgnana heldur líka auðveldara að ganga frá fötunum þegar lýsingin er góð. 

2. Fötin aftur inn í skáp

Ráð Adams eru ekki endilega flókin en hún segir það margborga sig að ganga frá fötunum aftur inn í skáp eftir notkun. 

3. Ein tegund af herðatrjám

Adams hvetur fólk til þess að velja sér herðatré sem það kann vel við og nota þau síðan. Það þýðir að blanda ekki saman mismunandi tegundum af herðatrjám. 

Fataherbergi Tyru Banks.
Fataherbergi Tyru Banks. skjáskot/Instagram

4. Ruslatunna

Ef plássið er nógu mikið mælir Adams með að vera með ruslatunnu í fataskápnum. Þá er auðveldlega hægt að henda miðum af nýjum fötum og kvittunum og öðru drasli sem leynist í vösum. 

5. Hanna skápinn

Það má gera fatahengi falleg með því að raða stuttum flíkum saman og nýta plássið fyrir neðan undir kassa eða skó, ekki skemmir fyrir ef uppröðunin lítur vel út. Hún hvetur því fólk ekki endilega til þess að fá sér tvær slár, eina uppi og eina í miðjunni. 

6. Skipulag

Það er ekki bara mikilvægt að koma sér upp skipulagi í fataskápnum, það sem er kannski erfiðara er að halda skipulaginu. Adams finnst gott að raða saman vinnufötum og svo sparifötum því þá er auðveldara að finna það sem mann vantar hverju sinni. 

7. Henda og gefa

Adams hvetur fólk til þess að fara ekki bara reglulega í gegnum fötin heldur á hverjum degi. Í plássmiklum fataskápum og herbergjum hennar er pláss fyrir óhrein föt en einnig er karfa og rusl. Þar með getur fólk tekið frá föt sem það vill henda eða gefa jafnóðum. 

8. Ekki meira en fimm flíkur

Efsta hillan í skápnum kemur að góðum notum. Adams mælir þó með því að ekki sé raðað það mikið í hana að fólk sjái ekki hvað er í henni. Hún bendir á þá þumalputtareglu að stafla ekki meira en fimm flíkum í hillurnar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál