Fólk vill minna skápapláss og opin rými

Eyjan er risastór klædd með steini.
Eyjan er risastór klædd með steini. Ljósmynd/Art Grey

Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, eigendur Minarc arkitektastofunnar í Los Angeles, hönnuðu glæsilega penthousíbúð fyrir svissneska vini sína í Los Angeles. Íbúðin er á 19. hæð með miklu útsýni.

Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir.
Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir.

Úr íbúðinni er heillandi útsýni yfir smábátahöfnina á Marina del Rey og yfir til Hollywood. Þessi heillandi Los Angeles íbúð var þó ekki alveg svona fögur þegar húsráðendur festu kaup á henni. Þurfti að endurgera hana heilmikið og reyndi því töluvert á Erlu Dögg og Tryggva sem segja að það að endurhanna þessa íbúð hafi verið skemmtilegt.

„Þetta er íbúð sem við hönnuðum fyrir vini okkar sem eiga tvo unglinga. Þau eru frá Sviss en nota íbúðina sem sumarbústað,“ segir Erla Dögg.

Allar innréttingar í íbúðinni eru sérsmíðaðar eftir teikningum Erlu Daggar og Tryggva. Hvíttuð eik er töluvert notuð ásamt hnotu, steypu og silestone, sem er ákveðin tegund af náttúrusteini.

Ljósin setja svip sinn á eldhúsið. Þau eru frá Flos.
Ljósin setja svip sinn á eldhúsið. Þau eru frá Flos.

Snýst allt um sjálfbærni

Í Kaliforníu er mikið lagt upp úr sjálfbærni í byggingariðnaði. Hjónin notuðu umhverfisvænan efnivið í íbúðina eða í flest öllum tilfellum. „Þetta er blokkaríbúð og þess vegna voru okkur settar ákveðnar skorður við hönnunina.“

Þegar Erla Dögg er spurð að því hvað þau hafi verið að hugsa þegar þau hönnuðu íbúðina segir hún að mest hafi verið lagt upp úr þægindum. Íbúðaeigendurnir eiga tvo unglinga og var tekið mið af því við hönnun íbúðarinnar.

„Þar sem íbúðin er notuð í sumarfríum og þess háttar þurfti að taka mið af því. Auk þess vildum við að útsýnið fengi að njóta sín sem best úr íbúðinni og við þurftum að finna leiðir þannig að ekkert myndi skyggja á það.“

Sýn á framtíðarheimili er eitthvað sem Erla Dögg og Tryggvi hugsa mikið út í í sinni hönnun. Hugsun þeirra hefur vakið heimsathygli og er arkitektastofa þeirra, Minarc, margverðlaunuð. Þegar þau eru spurð að því hvað einkenni framtíðarheimili segir hún að fólk vilji minna rými og opnara. „Fólk er líka farið að vilja betur skipulögð heimili.“

Eldhúsið er opið inn í stofu og er flaggskip þess stór eyja eða tangi sem nær fram í borðstofu og stofu. Erla Dögg segir að þau hafi lagt mikið upp úr því að það væri praktískt og fallegt.

„Eldhúsið er eitt mikilvægasta rými heimilisins. Við köllum það hjarta hússins ef eldhúsið er þægilegt og vel skipulagt. Því ef það er rétt hannað er líklegra að það sé eldað meira heima og ef við eldum meira heima þá fáum við yfirleitt hollari mat því við notum hollari hráefni. Og fyrir vikið verða allir heilbrigðari. Við erum mjög hrifin af því að það sé hægt að elda matinn á meðan börnin gera heimavinnuna sína á eyjunni. Í þessu tilfelli var gerður vínskápur sem er felldur inn í innréttinguna. Þegar skápurinn er opnaður koma kaffivél og glös í ljós því þau eru falin inni í skápnum.“

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar íbúð er hönnuð?

„Að flæðið virki vel og „inside out“ er notað við hvert tækifæri og hvar sem mögulegt er þar,“ segir Erla en þá er hún að tala um að það sé hægt að hafa öll rými mjög opin og þannig sé hægt að opna upp á gátt út í garð eða út á svalir. Í hitanum í Kaliforníu er það kannski örlítið vinsælla en á Íslandi þar sem minni líkur eru á að það rigni inn í stofu.

„Hönnunin þarf líka að standast tímans tönn, við leggjum upp úr því að nota efni sem eru klassísk, ekki trendí,“ segir hún.

Hvað gerir heimili heimilislegt?

„Fólkið, persónulegir munir og minningar.“

Hvernig er lífsstíll fólks að breytast og hvernig hefur það áhrif á hönnun?

„Fólk er ekki eins upptekið af því að hafa mikið skápapláss og sem betur fer eru nú allir komnir frá því að vera með teppi á svefnherbergjunum eins og tíðkaðist víða hér áður fyrr. Sjálfbærni hefur mikil áhrif á hönnun í dag. Allt frá því hvar hönnunin er, hvaða efni eru notið og hvernig hönnunin er útfærð. Mikilvægt er að sjálfbær hönnun sé partur af hönnuninni frá upphafi og staðsetning er mikilvæg.“

Guli liturinn skapar hlýju.
Guli liturinn skapar hlýju.
Úr íbúðinni er mjög flott útsýni. Takið eftir glerborðinu inni …
Úr íbúðinni er mjög flott útsýni. Takið eftir glerborðinu inni í stofu. Það er líka eftir hjónin Erlu Dögg og Tryggva.
Takið eftir búrskápnum.
Takið eftir búrskápnum.
Úr íbúðinni er sérlega gott útsýni.
Úr íbúðinni er sérlega gott útsýni.
Baðherbergið er með tveimur vöskum. og góðri lýsingu.
Baðherbergið er með tveimur vöskum. og góðri lýsingu.
Hér flæðir náttúran inn á bað.
Hér flæðir náttúran inn á bað.
Baðherbergið er stílhreint.
Baðherbergið er stílhreint.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál