Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

Mjúkir tónar hafa góð áhrif í svefnherberginu.
Mjúkir tónar hafa góð áhrif í svefnherberginu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk eyðir stórum hluta ævinnar inni í svefnherbergi. Vegna þess að fólk er oftast sofandi þar inni og svefnherbergisdyrnar sjaldan opnar ókunnugum eyðir það ekki miklum tíma í að nostra við smáatriði. Innanhúshönnuðir eru þó fljótir að koma auga á hönnunarmistök í svefnherberginu eins og nokkrir upplýstu um á MyDomaine

Gleyma listaverkum

Listaverk eru oft hengd upp í stofunni þar sem allir gestir sjá þau. Þess vegna eru svefnherbergisveggir oftast auðir. Innanhúshönnuður bendir á að fólk fer að sofa og vaknar aftur í svefnherberginu á hverjum degi, svo af hverju ekki að hengja eitthvað fallegt á veggina? 

Horfa fram hjá góðri lýsingu

Það er ekkert sem segir að stórar og fínar ljósakrónur eigi bara heima í borðstofunni. Fólk er hvatt til þess að hafa fjölbreytta lýsingu í svefnherberginu. Er gott að blanda saman loftljósi, lesljósum og lömpum.

Húsgögn sem passa ekki inn í rýmið

Annar innanhúshönnuður tekur alltaf eftir því þegar það eru of stór eða of lítil húsgögn inni í svefnherbergjum. 

Hunsa drasl

Fólk á að geta slakað á og andað rólega í svefnherberginu. Innanhúshönnuður hvetur fólk til þess að losa sig við óþarfa hluti og passa að húsgögn séu ekki of stór fyrir svefnherbergið. Körfur og bakkar geta hjálpað til við skipulag ef fólk vill halda einhverjum smáhlutum sýnilegum, annað ætti að fara í góða geymslu. 

Skærir litir

Skærir litir eiga ekki heima í svefnherberginu. Náttúrulegir litir sem hafa róandi áhrif passa betur fyrir svefnherbergið. Mismunandi áferð á efni í svefnherberginu hjálpar líka til að bjóða fólk velkomið og gerir herbergið mýkra. 

Kannski of margir púðar?
Kannski of margir púðar? mbl.is/Thinkstockphotos

Gleyma höfuðgaflinum

Ekki gleyma höfuðgaflinum og hann þarf heldur ekki að vera leiðinlegur. Það er hægt að setja nýtt áklæði á höfuðgafl auk þess sem skemmtileg form höfuðgafla geta hrist upp í herberginu.  

Of mikið af púðum

Púðar eru hin mesta prýði í svefnherbergjum en það er óþarfi að fylla rúmið með púðum. Innanhúshönnuður kýs að hafa einungis fjóra púða í þeim herbergjum sem hann vinnur að. Tvo hvorn sínu megin og bara einn til tvo til skrauts. 

Spara þegar kemur að rúmfötum

Fólk eyðir einum þriðja af lífinu í rúminu. Það ætti því að borga sig að fjárfesta í góðum og flottum rúmfötum. 

Ekkert geymslupláss í náttborðinu

Draslið er fljótt að hlaðast upp á náttborðinu þegar ekki eru skúffur fyrir bækur, krem og hleðslutæki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál