Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

Sæbraut 17 er glæsilegt hús og stendur við sjóinn á …
Sæbraut 17 er glæsilegt hús og stendur við sjóinn á Seltjarnarnesi.

Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu. Fasteignamat hússins er 157.950.000 kr. 

Húsið stendur á einum besta stað á Seltjarnarnesi og er 386 fm að stærð. Það var byggt 1978 og er teiknað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni. Það þykir eitt af fallegustu húsum götunnar. 

Í götunni búa nokkrir þjóðþekktir einstaklingar. Kjarvalshúsið stendur við Sæbraut 1 en það var Oliver Luckett sem festi kaup á því. Hann rekur fiskútflutningsfyrirtækið Niceland og er líka samfélagsmiðlagúrú. Síðan hann flutti inn hefur verið meira líf í húsinu enda er Luckett vinamargur og kann að halda flottustu teitin í bænum. 

Á númer 9 búa Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson, hún rekur Sandhótel og hann er fyrrverandi sjóðsstjóri hjá Kaupþingi en í dag eiga þau hlut í Gluggasmiðjunni, á númer 11 búa svo Sigríður Sól Björnsdóttir Bjarnasonar og Heiðar Guðjónsson fjárfestir. 

Af fasteignavef mbl.is: Sæbraut 17  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál