Pétur Árni borgaði 190 milljónir fyrir Kjarvalshúsið

Pétur Árni Jónsson útgefandi.
Pétur Árni Jónsson útgefandi.

Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleigandi útgáfufélags Viðskiptablaðsins hefur fest kaup á Kjarvalshúsinu sem stendur við Sæbraut 1. Hann greiddi 190 milljónir fyrir húsið. 

Kjarvalshúsið er sögufrægt en það var byggt fyrir listamanninn Jóhannes Kjarval og var það íslenska þjóðin sem færði honum húsið að gjöf. Hann vildi þó aldrei flytja inn í húsið og var það selt 1991 Högna Óskarssyni og Ingunni Ósk Benediktsdóttur. 

Árið 2016 festi Oliver Luckett kaup á húsinu og borgaði hann 180 milljónir fyrir húsið. Hann er bandarískur viðskiptamaður sem rekur meðal annars fiskútflutningsfyrirtækið Niceland. Hann er líka þekktur listaverkasafnari eins og sást á myndunum þegar húsið fór á sölu á sínum tíma. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir úr húsinu: 

Kjarvalshúsið við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi.
Kjarvalshúsið við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda