Þorði að láta drauminn rætast í faraldrinum

Hildur Hlín Jónsdóttir stofnaði Knithilda vorið 2020.
Hildur Hlín Jónsdóttir stofnaði Knithilda vorið 2020.

Hildur Hlín Jónsdóttir hannar og selur prjónauppskriftir undir merkinu Knithilda. Hildur hafði gengið með hugmyndina lengi í kollinum áður en hún ákvað að láta drauminn verða að veruleika í faraldrinum. Auk uppskrifta gefur hún út Prjónadagbókina, prjónamerki, málbönd og veski en hún er lærður margmiðlunarhönnuður. 

Hildur hefur prjónað allt frá því að hún var barn og var aðeins 6 ára gömul þegar hún fékk byrjenda prjónasett í afmælisgjöf. „Ég hef alla mína ævi verið mikil handavinnukona og bæði saumað og prjónað mjög mikið í gegnum tíðina. Ég hef ekki langt að sækja prjónaáhugann en móðir mín er Guðrún S. Magnúsdóttir sem hefur gefið út bækurnar Sokkaprjón, Vettlingaprjón, Húfuprjón, Treflaprjón, Jólaprjón og Teppaprjón. Þessa síðast nefndu gaf hún út ásamt systur sinni Þurý Magnúsdóttur. Mamma hefur alltaf prjónað mjög mikið og langaði mig alltaf að gera eins og hún. En það var einmitt mamma sem kenndi mér snemma að prjóna,“ segir Hildur í viðtali við Smartland.

Hildur býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ en hún gengur með sitt annað barn og á einn sex ára gamlan son. Ásamt því að rekaKnithilda rekur hún lítið hönnunarfyrirtæki. Hún er einnig launa- og upplýsingafulltrúi hjá Skólamat. Það má því segja að hún hafi í nægu að snúast þessi dægrin. „Frítímann minn nýti ég í áhugamálið mitt sem er að prjóna og búa til uppskriftir og annað tengt prjónaskap,“ segir Hildur. 

Hildur er lærður margmiðlunarhönnuður og hannaði Prjónadagbókina.
Hildur er lærður margmiðlunarhönnuður og hannaði Prjónadagbókina.

Hún fór af stað með Knithilda í fyrstu bylgju heimsfaraldursins vorið 2020 enda margir sem tóku upp prjónana í faraldrinum og hafa varla lagt þá niður síðan. Hildur hefur sjálf alltaf haldið utan um hvað hún prjónar og hvað það tekur langan tíma auk þess sem hún skrifar niður hjá sér ef hún gerir breytingar á uppskriftum. „Mér hefur í gegnum tíðina þótt mjög gaman að geta flett upp í bókunum mínum og séð hvað ég er að prjóna hverju sinni. Verandi hönnuður að þá fannst mér tilvalið að búa til bók þar sem að ég gæti haft allar upplýsingarnar skipulega niður skrifaðar. Ég var alveg viss um að það væru fleiri sem hefðu áhuga á að eignast svona dagbók fyrir prjónaskapinn þannig að ég ákvað að setja hana í framleiðslu,“ segir Hildur. 

Prjónadagbókin er skipulagsbók fyrir alla prjónara, nýliða sem og reynslubolta. Bókin hefur fengið góðar viðtökur og segir Hildur að það séu greinilega margir prjónarar þarna úti sem finnst gott að hafa yfirsýn yfir prjónaskapinn sinn. 

Hildur elskar einfaldar og stílhreinar peysur og hefur prjónað ógrynni …
Hildur elskar einfaldar og stílhreinar peysur og hefur prjónað ógrynni af peysum í gegnum tíðina.

Innblástur úr öllum áttum

Hildur selur prjónauppskriftir á vef sínum og þar má finna fjölbreyttar uppskriftir að barnaflíkum, húfum, vettlingum og krögum. Hún sækir innblástur úr öllum áttum. „Mjög oft þegar ég er að prjóna flík og er að hugsa um prjónaskap að þá dettur inn einhver sniðug hugmynd eða þegar ég er að velta fyrir mér litum og litasamsetningum að sé ég munstrið fyrir mér og reyni þá að teikna það upp. Ég prjóna oft litlar prufur, en þá sé ég vel hvað er að virka og þróa þannig munstrin út frá þeim. Stundum sé líka einhverja fallega sjón í umhverfinu eða náttúrunni sem mig langar að teikna upp eða þróa áfram á minn hátt. Þannig að hugmyndirnar koma allsstaðar að,“ segir Hildur. 

Skemmtilegast finnst Hildi að prjóna peysur og húfur og hefur hún prjónað ógrynni af peysum í gegnum tíðina. Hrifnust er hún af einföldum og stílhreinum peysum og hannar sínar peysu yfirleitt út frá því. 

Ein af nýjustu uppskriftum hennar, Demantur.
Ein af nýjustu uppskriftum hennar, Demantur.

„Ég prjóna mikið úr merino garni en mér finnst það garn einstaklega mjúkt og þægilegt. Þar sem að ég prjóna mikið á ungabörn og krakka að þá vil ég garn sem fer vel með, er með fallega áferð og mér finnst þægilegt að prjóna úr. Ég nota einnig alpakka garn mikið en það er líka svakalega mjúkt og gott,“ segir Hildur. Þægilegast finnst henni að nota járnprjóna, því hún prjónar fast og hratt og renna lykkjurnar best á járnprjónum. Hennar uppáhaldsstærð af prjónum er 3 og 4 en hún fer stundum niður í 2,5 í ungbarnaflíkum. 

Hildur selur einnig sérhönnuð prjónamerki.
Hildur selur einnig sérhönnuð prjónamerki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál