Fjármálastjóri Air Atlanta keypti fokdýra lúxusíbúð

Félag Geir Vals Ágústssonar keypti dýra íbúð við Austurhöfn.
Félag Geir Vals Ágústssonar keypti dýra íbúð við Austurhöfn. Samsett mynd

Félag Geirs Vals Ágústssonar, GEVA ehf., keypti glæsilega þakíbúð við Austurhöfn á 505 milljónir. Þetta eru ekki fyrstu íbúðarkaupin við Austurhöfn sem Geir Valur kemur nálægt þar sem athafnamaðurinn Björgólfur Thor keypti íbúð við Austurhöfn af GEVA ehf. nýlega. Viðskiptablaðið greinir frá. 

Geir Valur er fjármálastjóri og einn af eigendum Air Atlanta. Íbúðin sem félag hans keypti að þessu sinni er 290 fermetrar. Íbúðina keypti hann fokhelda. Hún telst vera ein dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Lyfta gengur inn í íbúðina sem er með fimm herbergjum og þremur baðherbergjum.

Í apríl var greint frá því að Novator F11 ehf. sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hefði fest kaup á íbúð við Bryggju­götu í Reykja­vík. Íbúðina keypti Björgólfur Novator F11 ehf. af áðurnefndu GEVA. Um er að ræða 198 fm íbúð með út­sýni yfir höfn­ina. Íbúðirn­ar við Aust­ur­höfn hafa verið í frétt­um því þær eru ein­ar dýr­ustu íbúðir lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál