Þetta finnur þú á flestum íslenskum heimilum

Skel vasann, veggljós og hringspegil er að finna á mörgum …
Skel vasann, veggljós og hringspegil er að finna á mörgum íslenskum heimilum í dag. Samsett mynd

Fallegt heimili með fallegum hlutum er eitthvað sem margir þrá að eiga. Það koma tískubylgjur í innanhússtíl rétt eins og öllu öðru. Hjarðhegðun er líka eitthvað sem á sér stað og veldur því að mörg heimili virðast eins. Smartland tók saman lista um hluti sem finna má á mörgum íslenskum heimilum. Er eitthvað af þessu heima hjá þér?

Skel blómavasi frá Ferm Living

Skel blómavasinn frá Ferm Living er heitasta gjöfin í dag. Enda er vasinn ákaflega fallegur og í óhefðbundnu formi.

Skel frá Ferm Living.
Skel frá Ferm Living. Ljósmynd/Epal


New Wave veggljós

Veggljósið frá snúrunni rauk út eins og heitar lummur þegar það kom fyrst til landsins og íslendingar fjölmenntu biðlista eftir þessu fallega ljósi. 

New Wave veggljós.
New Wave veggljós. Ljósmynd/Instagram

String hillur

Sting hillurnar eru klassískar og einfaldar enda hafa þær verið í tísku í fjölda ára. Það er hægt að setja hillurnar saman á ýmsa vegu og þær eru líka til í fjölbreyttum litum.

Strig hillur.
Strig hillur. Ljósmynd/Instagram

Vittsjö hillur

Hillueiningarnar frá Ikea hafa staðið fyrir sínu í mörg ár. Klassísk og einföld hönnun sem býður upp á fjölda möguleika til notkunar. 

Vittsjö hillurnar frá Ikea.
Vittsjö hillurnar frá Ikea. Ljósmynd/Ikea

Stockholm frá Ikea

Stockholm línan frá Ikea hefur heillað landann. Hér má sjá fallegan skenk úr þeirri línu sem leynist á mörgum íslenskum heimilum. 

Stockholm skenkur.
Stockholm skenkur. Ljósmynd/Ikea

Bestå skápar

Elsku bestu Bestå skáparnir, þeir eru fjölbreyttir í stærð, litum og áferðum. Þessir skápar nýtast í mörgum herbergjum hússins og auðvelt að búa til BESTA skáp sem hentar þínum þörfum. 

Bestå skápar.
Bestå skápar. Ljósmynd/Ikea

Hringspegill 

Það eru líklega ófá heimilin sem eru ekki með hringspegil í dag og þú ert nú varla maður með mönnum ef það vantar einn slíkan á þitt heimili. 

Hringspeglar.
Hringspeglar. Ljósmynd/Fakó

Ferm spegill

Nýjasta spegla tískan á Íslandi eru þessir speglar frá Ferm Living. Það má sjá hann á fleiri heimilum og fólk er duglegt að deila myndum af þessum spegli á samfélagsmiðlum hjá sér. 

Speglar frá Ferm Living.
Speglar frá Ferm Living. Ljósmynd/Epal

Snúin kerti 

Venjuleg kerti eru úti, þessi snúnu kerti gefa kertastjökunum fallegra og meira spennandi útlit en þessi venjulegu. 

Snúin kerti.
Snúin kerti. Ljósmynd/Purkhús

Ittala 

Það eiga líklega allir og amma þeirra Iittala vörur. Spurning er bara er límiðinn ennþá á þinni vöru?

Ittala húsbúnaður er alltaf vinsæll.
Ittala húsbúnaður er alltaf vinsæll. Ljósmynd/Líf og list.

Brúnir sófar 

Koníaksbrúnir sófar hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðið árið. Það er ekki að furða því sófarnir eru einstaklega fallegir og setja svip sinn á hverja stofu.

Brúnn leður sófi.
Brúnn leður sófi. Ljósmynd/Snúran

Vanilla Black frá Areon

Ilmstangirnar frá Areon hafa verið gríðarlega vinsælar upp á síðkastið og er varla það heimili á landinu sem lyktin hefur ekki fundist á. Ilmurinn er líka ákaflega seiðandi og heillandi.

Vanilla black ilmstangir.
Vanilla black ilmstangir. Ljósmynd/Bast

Reflections Copenhagen

Kertastjakarnir frá Reflections Copenhagen hafa komið sterkir inn á íslensk heimili undanfarna mánuði. Kertastjakarnir eru litríkir og skemmtilegir og brjóta upp litapallettuna á gráustu heimilum. 

Reflections Copenhagen.
Reflections Copenhagen. Ljósmynd/Instagram

Söderhamn sófinn

Af fasteignavef mbl.is að dæma er Söderhamn sófann frá Ikea að finna á að minnsta kosti þriðja hverja heimili á landinu. Hægt er að setja sófann saman á mismunandi vegu og hægt er að velja um fjölbreytt áklæði.

Söderhamn sófinn frá Ikea.
Söderhamn sófinn frá Ikea. Ljósmynd/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál