Fermetrinn á 1,7 milljón í Austurhöfn

Fermetrinn kostar hátt í tvær milljónir í síðustu óseldu íbúðinni …
Fermetrinn kostar hátt í tvær milljónir í síðustu óseldu íbúðinni í Austurhöfn sem fylgir bílastæði. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Við Reykjastræti í Austurhöfn er að finna 80,9 fermetra glæsilega íbúð. Hver fermetri í íbúðinni er þó dýrkeyptur. Ásett verð íbúðarinnar er 139 milljónir króna og því kostar hver fermetri rúmlega 1,7 milljón króna. 

Fermetraverðið á þessari íbúð er talsvert yfir meðallagi við Reykjastræti 5 og 7 en þar er meðal fermetraverðið um 1,1 milljón króna. 

Inni í auglýstri stærð eignarinnar eru 12 fermetra yfirbyggðar svalir og 5,6 fermetra geymsla í kjallara. Skráð stærð íbúðarinnar er því 74,3 fermetrar. Sé þetta tekið með í reikninginn hækkar fermetraverðið upp í vel rúmlega 1,8 milljónir króna.

Í fasteignaauglýsingunni á fasteignavef mbl.is segir að íbúðin sé síðasta óselda íbúðin í Austurhöfn ásamt stæði í bílageymslu. Þar segir einnig að engu sé til sparað þegar litið er til innréttinga, tækja, þjónustu eða frágangs. 

Meðalfermetraverðið er litlu lægra í næstu götu við, Bryggjugötu. Þar er meðalfermetraverðið um 1,4 milljónir króna. Í þeirri götu keypti til dæmis GEVA ehf., félag Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta, þakíbúð á 505 milljónir króna og Novator F11 ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, íbúð á 310 milljónir króna. 

Af fasteignavef mbl.is: Reykjastræti 5

Hér má sjá teikningu af íbúðinni.
Hér má sjá teikningu af íbúðinni. Ljósmynd/Miklaborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál