390 fm glæsihús í Fossvogi vekur athygli

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Láland í Fossvogi í Reykjavík er að finna einstakt 390 fm einbýli. Árin 2007 og 2008 var byggt við húsið og það stækkað hraustlega. Kristín Brynja Gunnardóttir innanhússarkitekt hannaði endurbæturnar á húsinu að innan. 

Húsið er á einni hæð fyrir utan frístundaherbergi sem er í kjallaranum. Húsið stendur á skjólgóðum stað neðst í Fossvoginum og er eldhús og stofa í samliggjandi rýmum. Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar þar sem eik og hvítum sprautulökkuðum einingum er blandað saman. Á borðplötunni er hnausþykkur steinn. Í eldhúsinu er rými fyrir stórt eldhúsborð og upp við vegginn er sérsmíðaður bekkur sem er í stíl við innréttingarnar.

Baðherbergin í húsinu er falleg og standast tímans tönn. Þar eru gráar flísar notaðar á veggi og gólf sem fara vel við hvítar sprautulakkaðar innréttingar. Góð lýsing er á baðherbergjunum. 

Í húsinu er hjónasvíta en inn af því er baðherbergi. Hægt er að ganga út í garð úr hjónaherberginu en þar er að finna heitan pott og glæsilegt útisvæði sem er vel girt af. 

Af fasteignavef mbl.is: Láland 7

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda