210 fm einbýli í Fossvoginum vekur athygli

Við Láland í Fossvogi er að finna vel skipulagt 201 fm einbýli sem byggt var 1978. Húsið er á einni hæð og stendur á skjólsælum stað inn í botnlanga. Það er því engin bílaumferð að trufla íbúa hússins. 

Húsið er með fallegum klæðningum í lofti og býr yfir töfrum fyrri tíma þegar kemur að innréttingum og innihurðum. Í húsinu eru stórir gluggar sem eru í takt við þann byggingarstíl sem var ríkjandi í Fossvoginum og er reyndar enn. 

Í húsinu eru þrjú baðherbergi. Eitt þeirra er eins og klippt út úr bíómynd frá 1978. Þar eru gulir vaskar, gular skrautlegar flísar og furuinnréttingar sem voru vinsælar á þeim tíma. 

Ef þig dreymir um að búa í einu skjólsælasta hverfi Reykjavíkur og langar í hús á einni hæð þá gæti þetta verið rétta húsið fyrir þig. 

Af fasteignavef mbl.is: Láland 13

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál