169,9 milljóna glæsihús innanhússhönnuðar

Íbúðin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta þar sem …
Íbúðin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta þar sem hver hlutur á sinn stað og engu er ofaukið. Samsett mynd

Innanhússhönnuðurinn Bryndís Stella birgisdóttir, oftast kölluð Stella, og eiginmaður hennar Jakob Helgi Bjarnason hafa sett glæsilegt parhús sitt í Garðabæ á sölu. Eignin telur 273 fm og hefur verið innréttuð á einkar fallegan minimalískan máta. 

Stella og Jakob Helgi voru áður búsett í sjarmerandi þakíbúð við Mýrargötu í Reykjavík, en þau settu íbúðina á sölu í maí 2022.

Fagurfræði og ró í aðalhlutverki

Vel hefur tekist til við hönnun hússins að utan og innan. Ragnar Ólafsson er arkitekt og  aðalhönnuður hússins, en arkitekta- og innanhússhönnunarstudíóið Béton Studio, sem Stella rekur ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt, sá um innanhússhönnunina. 

Gengið er inn í opið og bjart alrými með stórum gluggum og góðri lofthæð. Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í rýminu, en dökkt loft klætt með viðarklæddum hljóðplötum og viðarbitum gefa rýminu karakter og tóna fallega við stílhreina eldhúsinnréttingu.

Alrýmið er bjart og rúmgott, en þar má sjá einstaka …
Alrýmið er bjart og rúmgott, en þar má sjá einstaka muni sem gleðja augað. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Falleg litapalletta fæðir í gegnum húsið.
Falleg litapalletta fæðir í gegnum húsið. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Hönnunarljós sem setja punktinn yfir i-ið

Yfir eldhúseyjunni má sjá tvö formfögur hönnunarljós sem setja punktinn yfir i-ið. Í rýminu má einnig sjá stór listaverk á veggjum sem fanga augað.

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 169,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Stígprýði 4

Stór listaverk gefa karakter og tóna fallega við húsmuni rýmisins.
Stór listaverk gefa karakter og tóna fallega við húsmuni rýmisins. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Í borðstofu má sjá ljóst borðstofuborð ásamt stólum og setubekk.
Í borðstofu má sjá ljóst borðstofuborð ásamt stólum og setubekk. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Stíll íbúðarinnar er afar sjarmerandi.
Stíll íbúðarinnar er afar sjarmerandi. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál