Fótboltastjarnan selur höllina í Hlíðunum

Sigurður Egill Lárusson með Íslandsbikarinn 2019.
Sigurður Egill Lárusson með Íslandsbikarinn 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals í fótbolta, hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. Íbúðin er 83 fm að stærð og er í húsi sem var reist árið 2004. Íbúðin er tveggja herbergja og á jarðhæð en ekki er um hefðbundna blokk að ræða heldur eiginlega raðhús. Ef hægt er að segja svo. Að minnsta kosti neðri hæð í tveggja hæða húsi. 

Heimili Sigurðar Egils er stílhreint og smart þar sem ljósar viðarinnréttingar eru í forgrunni. Eldhúsið er opið inn í stofu og er tangi sem aðskilur þessi tvö rými. Háfur er fyrir ofan tangann sem gerir það að verkum að það angar ekki allt í matarlykt þegar Sigurður Egill er að elda. 

Eitt svefnherbergi er í íbúðinni en úr því er hægt að hægt að ganga út í garð þar sem er verönd. 

Eins og sést á myndunum er íbúðin sérlega eiguleg og á besta stað í bænum en úr Stakkahlíðinni er stutt í allar áttir og er Kringlan við túnfótinn. 

Af fasteignavef mbl.is: Stakkahlíð 17

Sigurður Egill Lárusson var valinn besti leikmaður Vals á tímabilinu.
Sigurður Egill Lárusson var valinn besti leikmaður Vals á tímabilinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Sigurður Egill Lárusson hafði leikið 200 leiki fyrir Val í …
Sigurður Egill Lárusson hafði leikið 200 leiki fyrir Val í efstu deild í maí á þessu ári. Ljósmynd/Kristín Þórhallsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál