Arnar Dan og Sigríður Soffía selja í 101

Sigríður Soffía Hafliðadóttir og Arnar Dan Kirstjánsson hafa sett hæð …
Sigríður Soffía Hafliðadóttir og Arnar Dan Kirstjánsson hafa sett hæð sína á Ránargötu á sölu. Samsett mynd

Arnar Dan Kristjánsson leikari og Sigríður Soffía Hafliðadóttir tónlistarkona hafa sett fallega íbúð sína í gamla Vesturbænum á sölu. Um er að ræða 164 fermetra eign á Ránargötu og er ásett verð 128 milljónir. 

Hjónin hafa gert íbúðina upp og meðal annars tekið eldhúsið í gegn. Í eldhúsinu er nýleg blá innrétting frá HTH með kvartsteini. Útleiguherbergi í kjallaranum fylgir íbúðinni.

Tvær samliggjandi stofur eru í íbúðinni en sérstaka athygli vekur glæsilegur flygill í annarri þeirra. Sigríður Soffía greindi frá því í viðtali sem birtist á Smartlandi að flygillinn væri í uppáhaldi á heimilinu ásamt tungusófanum. 

Sigríður Soffía er kórstjóri en hannaði um tíma vinsæl rúmföt. Eiginmaður hennar Arnar Dan hefur gert það gott sem leikari en greindi frá því fyrr í vetur að hann væri farinn að vinna á leikskóla sem hann sagði alveg stórkostlegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Ránargata 19

Innréttingin er nýleg.
Innréttingin er nýleg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Tvær samliggjandi stofur eru í íbúðinni.
Tvær samliggjandi stofur eru í íbúðinni. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Stólar úr Þjóðleikhúsinu sóma sér vel með flyglinum.
Stólar úr Þjóðleikhúsinu sóma sér vel með flyglinum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Listaverkin hafa verið raðað fallega á vegginn.
Listaverkin hafa verið raðað fallega á vegginn. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál