Baráttukonur fjölmenntu og létu til sín taka

Marta Goðadóttir, Snædís Baldursdóttir og Sara McMahon.
Marta Goðadóttir, Snædís Baldursdóttir og Sara McMahon.

Í tilefni af 30 ára afmæli UN Women á Íslandi buðu samtökin velunnurum og samstarfsaðilum á hátíðarviðburð í Hörpu. Í tilefni afmælis var velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku, Jaha Dukureh, viðstödd frumsýningu á Íslandi á heimildarmyndinni Jaha's Promise.

Dukureh er ein helsta baráttukona heims gegn limlestingum á kynfærum kvenna og þvinguðum barnahjónaböndum.

Sjálf þurfti hún að þola limlestingu á kynfærum sínum aðeins viku gömul og var þvinguð til að giftast mun eldri manni 15 ára gömul. Hún hefur tileinkað líf sitt baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og þvinguðum barnahjónaböndum.

Jaha Dukureh verður viðstödd hátíðarfrumsýningu á heimildarmyndinni Jaha's Promise, í Hörpu. Myndin fjallar um líf hennar og þrotlausa baráttu gegn limlestingum á kynfærum kvenna í Bandaríkjunum og heimalandi sínu Gambíu, en hún á hve stærstan hlut í þeim áfangasigri baráttunnar þegar limlestingar á kynfærum kvenna voru bannaðar með lögum árið 2015.

Að myndinni lokinni voru pallborðsumræður með Jaha Dukureh, Sóleyju Bender prófessor í hjúkrunarfræðum við Háskóla Íslands, Evu Harðardóttur uppeldis- og menntunarfræðingi og Stellu Samúelsdóttur framkvæmdastýru UN Women á Íslandi. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, stýrði umræðum.

Fjöldi góðra gesta sótti viðburðinn líkt og sjá má á myndum.

Katla Þorgeirsdóttir, Allan Sigurðsson og Þóra Karítas.
Katla Þorgeirsdóttir, Allan Sigurðsson og Þóra Karítas.
Elsa Kristjánsdóttir og Dóra Björt.
Elsa Kristjánsdóttir og Dóra Björt.
Ólöf og Ásthildur.
Ólöf og Ásthildur.
Sóley Bender og Sigrún Sif Jóelsdóttir.
Sóley Bender og Sigrún Sif Jóelsdóttir.
Elsa og Krista starfskonur UN Women.
Elsa og Krista starfskonur UN Women.
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og Arna Grímsdóttir, …
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og Arna Grímsdóttir, formaður stjórnar UN Women á Íslandi.
Snædís Baldursdóttir og Baldur Arngrímsson.
Snædís Baldursdóttir og Baldur Arngrímsson.
Krista María Finnbjörnsdóttir og Elín Ásta.
Krista María Finnbjörnsdóttir og Elín Ásta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál