Fögnuðu með sendiherrahjónunum

Vigfús Rúnarsson, Harald Aspelund og Ásthildur Björg Jónsdóttir
Vigfús Rúnarsson, Harald Aspelund og Ásthildur Björg Jónsdóttir

Stærsta heilsuvörusýning Evrópu, Vitafoods Europe var haldin á dögunum í Genf, Sviss. Á sýningunni komu fjölmörg fyrirtæki og kynntu vörur sínar, þar á meðal var íslenska fyrirtækið Primex sem kynnti vörur sínar frá ChitoCare beauty

„Þetta er mikilvægur vettvangur fyrir okkur að kynna þær nýjungar sem við höfum upp á að bjóða og gefur okkur möguleika á að kynna vörurnar okkar í eigin persónu, sem hefur verið erfitt síðustu tvö ár út af faraldrinum,“ segir Sigríður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Primex. 

Hún sér fram á að stækka dreifinetið í kjölfar sýningarinnar, en vörurnar eru nú þegar í dreifingu í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Vörurnar vöktu mikla athygli og voru tvær af þeim tilnefndar til Nutraingredients Awards 2022 og valdar bestu vörurnar í sínum flokki, annars vegar fæðubótarefnið Liposan sem eru lífvirkar trefjar sem hafa góð áhrif á kólesteról, og hins vegar fæðubótarefnið ChitoCare beauty Hair, Skin & Nails.

Ásamt Primex voru þrjú önnur íslensk fyrirtæki á sýningunni, en það voru Lýsi, Algalíf og Dropi. Eftir sýninguna var blásið til glæsilegrar veislu í bústað íslensku sendiherrahjónanna í Genf, þeim Harald Aspelund og Ásthildi Björgu Jónsdóttur. 

Vigfús Rúnarsson, forstöðumaður markaðs- og sölumála hjá Primex segir að íslenskar heilsuvörur séu í örum vexti.

„Þegar ég horfi á hvað fyrirtækin eru að vinna sína vinnu vel, bæði þegar kemur að vöruþróun og að markaðssetningu þá sé ég mikla möguleika fyrir vöxt í þessum vöruflokki“.

Það var stemmning hjá Mikhail Timofeev, Birgi Baldurssyni, Ágústu Harðardóttur, …
Það var stemmning hjá Mikhail Timofeev, Birgi Baldurssyni, Ágústu Harðardóttur, Auði Ósk Emilsdóttur og Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur, starfsfólki Lýsi.
Ásthildur Björg Jónsdóttir, Sigríður Vigfúsdóttir og Dr. Helene Lauzon.
Ásthildur Björg Jónsdóttir, Sigríður Vigfúsdóttir og Dr. Helene Lauzon.
Harald Aspelund sendiherra ásamt góðum hópi frá Algalíf.
Harald Aspelund sendiherra ásamt góðum hópi frá Algalíf.
Starfsfólk Primex ásamt sendiherranum. Frá vinstri eru Ólafur Björnsson, Dr. …
Starfsfólk Primex ásamt sendiherranum. Frá vinstri eru Ólafur Björnsson, Dr. Helene Lauzon, Vigfús Rúnarsson, Harald Aspelund, Sigríður Vigfúsdóttir og Þórhallur Guðmundsson.
Þórhallur Guðmundsson, Vigfús Rúnarsson, Dr. Helene Lauzon, Sigríður Vigfúsdóttir og …
Þórhallur Guðmundsson, Vigfús Rúnarsson, Dr. Helene Lauzon, Sigríður Vigfúsdóttir og Ólafur Björnsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál