Er eðlilegt að fá fullnægingu á hlaupum?

Ragnheiður Eiríksdóttir.
Ragnheiður Eiríksdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ragnheiður Eiríkdóttir hjúkrunarfræðingur eða Ragga Eiríks eins og hún er kölluð svarar spurningum lesenda um kynlíf. Hér er hún spurð út í vandræðalegt vandamál. 

Sæl Ragga, 

Ég er kona á fertugsaldri og glími við frekar vandræðalegt vandamál. Þannig er mál með vexti að ég er nýfarin að stunda hlaup eða skokk, eftir tveggja ára hlé. Mér hefur alltaf þótt gott að hlaupa úti í náttúrunni og það hefur veitt mér ákveðna útrás. Allt í einu er ég farin að upplifa eitthvað allt annað.

Rútínan er þannig að ég byrja á því að hita vel upp með því að ganga rösklega, svo byrja ég að hlaupa og búmm það gerist eitthvað. Það hellist yfir mig þessi sterka tilfinning eins og ég sé að fara fá fullnægingu. Tilfinningin er svo sterk og yfirþyrmandi að ég get ekkert annað gert en að stoppa, beygja mig fram og klemma saman lappirnar þannig að tilfinningin gangi yfir. Þegar ég hleyp svo aftur af stað líður kannski mínúta eða svo og búmm aftur.

Ég get ekki sagt að þetta sé vont en tilfinningin er alveg einum of og alls ekki eitthvað sem kona vill upplifa í viðurvist ókunnugs útivistarfólks. Fyrir utan að tilfinningin virðist alls ekki koma frá snípnum heldur frekar leggöngunum, en ég hef aldrei fengið fullnægingu öðruvísi en með því að hann sé örvaður.

Ég skil ekkert hvað er í gangi en veit að það þekkist að konur fái fullnægingu við áreynslu. Er eitthvað við þessu að gera?

Kveðja,

Hlaupakonan

Hæ Hlaupakona

Fullnæging við þjálfun og hreyfingu er fyrirbæri sem margar konur kannast við en fáar tala um. Á ensku er fyrirbærið nefnt coregasm þar sem það virðist sprottið af spennu í djúpvöðvum kviðar- og grindarhols. Algengustu tegundir æfinga sem framkalla þessa tegund fullnæginga eru kviðæfingar, jóga, hjólreiðar, hlaup, sund, kaðlaklifur og kraftlyftingar (hafa fleiri en ég tekið eftir stórauknum áhuga heldri kvenna á kraftlyftingum undanfarin misseri … Ég held að skýringin gæti innihaldið eitthvað fleira en sjúklega sæta þjálfarinn á Nesinu!). Fyrirbærið er lítið rannsakað, reyndar minntist Alfred Kinsey á það í bók sinni Sexual Behavior in the Human Female (1953) en svo var nánast ekkert fjallað um þetta af fræðimönnum fyrr en nýlega að nokkrar rannsóknir komu út. Þetta er alltaf sama gamla sagan - fullnægingar kvenna þykja ekki skipta nógu miklu máli til að gefa þeim almennilegan gaum. Ólíkt því sem gerist hjá körlum getur kona lifað alla sína ævi og eignast 10 börn án þess að fá svo mikið sem eina fullnægingu, og fullnægingarleysi konu veldur hvorki skyndidauða né krabbameini. Samt kannski hægfara dauðdaga vegna streitu og óánægju almennt… Sáðlát karla er (ennþá) nauðsynlegt til að viðhalda mannkyninu, því fylgir venjulega fullnæging og því fá fullnægar karla miklu meiri athygli vísindanna. Það er kannski einhver ógn fólgin í því að kynorka kvenna geti verið þetta öflut - að kona geti upplifað líkamlega fullnægingu án þess að stunda kynlíf og án þess að svo mikið sem hugsa um það.

Það sem gerir upplifunina óþægilega er að sjálfsögðu samhengið - þú ert í hópi fólks sem þú deilir kynlífi þínu ekki með og líkaminn tekur af þér stjórnina. En hugsaðu þér hvað þetta er í raun magnað - þú ert vön að fá fullnægingu í kynlífi með því að örva snípinn en þarna er komin allt önnur tegund fullnægingar sem líkaminn sér sjálfur um. Það er enginn smá kraftur í þessu! Mér finnst að þú ættir að fara ein út að hlaupa og leyfa þér að njóta hlaupafullnæginganna. Prófaðu að streitast ekki á móti heldur leyfa tilfinningunni að koma yfir þig - gerðu þetta ein á öruggum stað - notaðu djúpa öndun og finndu hvað gerist í líkamanum og hvernig þú bregst við. Kannski getur þú lært að stjórna þessu, fresta fullnægingunni þar til þú kemur heim og sleppir þér í sturtunni eða með einhverjum sem bíður þín heima. Ef allt kemur fyrir ekki og þetta heldur áfram að vera óþægilegt þarftu kannski að finna þér aðra líkamsrækt. Ég held samt sjúklega með þér og vona að þú náir að njóta. Margir myndu eflaust hunskast til að koma sér í betra form ef þeir væru þessum eiginleikum gæddir!

Bestu kveðjur,

Ragga

Hefur þú upplifað kynferðislega örvun eða fullnægingu við líkamsrækt - taktu þátt í könnun á vefnum hennar Röggu með því að smella hér.

www.raggaeiriks.com

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Röggu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda