Nautið verður að vera þolinmótt í júní

Nautið ætti að fara yfir fjármálin í júní að sögn …
Nautið ætti að fara yfir fjármálin í júní að sögn Susan Miller.

Kæra Naut, nú er kominn tími til að fara yfir fjármálin og skoða hvar þú stendur. Farðu yfir alla þætti og kannaðu hvar þú átt að fjárfesta og spara. Settu þér svo markmið og haltu þér á mottunni í peningamálum þennan mánuðinn.

Ef þú ert að ganga í gegnum skilnað af einhverju tagi er þetta rétti tíminn til að skipta eignum eða komast að samkomulagi. Gakktu frá þessum málum í upphafi mánaðar.

Venus er plánetan þín, staðsetning hennar gæti orðið til þess að þú finnur fyrir smá erfiðleikum í ástarsambandinu, ef þú ert í slíku, í kringum miðjan júní. Hafðu þolinmæðina að vopni.

Í kringum 22. júní getur þú glaðst því þá munu pláneturnar vinna með þér. Gerðu notalegt í kringum þig og njóttu lífsins. Þú gætir einnig fengið óvæntar fréttir í kringum þennan tíma og þá skaltu grípa tækifærið. Þetta er tíminn til að breyta til ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á að gera.

Helgina 27-28. júní verður Venus í takt við Úranus og það er jákvætt fyrir þig. Heppnin verður með þér, sérstaklega hvað varðar allt það sem tengist fjölskyldunni. Þú ert heimakær en dagana frá 24. júní til 8. ágúst ættir þú að nýta til að ferðast og sletta úr klaufunum. Taktu þér smá frí og leyfðu þér að njóta.

Og ef þú ert á lausu þá skalt þú hafa armana opna fyrir rómantíkinni í kringum mánaðarmótin. Það gæti eitthvað spennandi gerst.

Spá Susan Miller má lesa í heild sinni inni á AstrologyZone.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál