Nýr kafli mun opnast í júní hjá Bogamanninum

Susan Miller segir að Bogamaðurinn þurfi að líta til baka …
Susan Miller segir að Bogamaðurinn þurfi að líta til baka og læra af fortíðinni.

Kæri bogamaður, núna er kominn tími til að yfirfara seinustu mánuði. Hvað hefur þú lært á undanförnum misserum og ertu sátt við þær ákvarðanir sem þú hefur tekið? Núna fara hlutirnir að róast hjá þér og þú átt skilið að draga djúpt inn andann og njóta þess að horfa á stóru myndina.

En þú mátt ekki slaka á of lengi því komandi vikur verða viðburðaríkar, þá er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og fara vel með sig.

Staðsetning Neptúnusar frá 12. júní til 15. nóvember verður til þess að þú ferð að endurskoða þá hluti er tengjast húsnæði og/eða fjölskyldulífi. Þú ert efins um hlutina eins og þeir eru núna en ekki vera niðurdregin, þetta er rétti tíminn til að breyta til og bæta hlutina. Í lok ágúst ættir þú að hafa fundið lausn á öllum þeim vandamálum sem hafa gert vart við sig undanfarið.

Einbeittu þér reglulega vel að ástarsambandinu ef þú ert í slíku. Fullvissaðu maka þinn um að þér sé alvara og veittu honum athygli. Sambandið mun þá blómstra. Frá 24. júní til 8. ágúst ættir þú svo að fara yfir fjármálin og setja upp sparnaðaráætlun.

Þú ert að klára ákveðinn kafla í lífi þínu og þá tekur nýr við. Enn og aftur, líttu til baka, farðu yfir þær ákvarðanir sem þú hefur tekið og lærðu af þeim.

Júní verður svo stútfullur af rómantík. Farðu í smá ferðalag með ástinni þinni þennan mánuðinn eða gerið eitthvað öðruvísi saman. 8, 9, 10, 22 og 29. júní verða sérstaklega rómantískir, komdu makanum á óvart eða, ef þú ert á lausu, skelltu þér á stefnumót.

Spá Susan Miller má finna í heild sinni inni á AstrologyZone.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál