Sporðdreki verður vinsæll í júní

Susan Miller stjörnuspekingur rekur einn vinsælasta stjörnuspekivef heims, astrologyzone.com.
Susan Miller stjörnuspekingur rekur einn vinsælasta stjörnuspekivef heims, astrologyzone.com. Ljósmynd/Úr myndskeiði

Kæri Sporðdreki. Þú hefur verið að komast að því að þú ert tilbúin til að taka meiri ábyrgð og núna er tíminn kominn. Þú veist hvar styrkleiki þinn liggur og ert að átta þig á að þú ert öflugri en þú hélst.

Hugaðu sérstaklega vel að fjármálunum í upphafi mánaðar. Eftir nokkra daga ættir þú svo að fá skemmtilegan glaðning í tengslum við vinnuna og starfsframann, þá færðu kannski smá aukapening sem mun koma sér vel. Farðu samt sparlega með peningana og leggðu einhverja upphæð til hliðar.

Þú finnur fyrir auknum vinsældum í upphafi mánaðar svo þetta er rétti tíminn  til að bera nýjar hugmyndir undir fólk, það verður erfitt að segja nei við þig. Hafðu eyru og augu opin í kringum 22. júní, þú gætir fengið ómótstæðilegt tilboð í vinnunni sem þú ættir að grípa.

26-27. júní verða svo happadagarnir þínir þennan mánuðinn. Þetta er uppskerutíminn fyrir alla þá vinnu sem þú hefur unnið undanfarið. Heppnin verður með þér.

Hvað félagslífið varðar þá skaltu fara varlega í allt skemmtanalíf, einbeittur þér frekar að ókláruðum verkefnum. Næstu mánuðir verða svo stútfullir af skemmtilegum viðburðum og þá færð þú útrás með vinunum.

Núna er svo kominn tími til að skoða einkalífið upp á nýtt. Frá 12. júní til 18. nóvember ættir þú að setja mikla orku í að grandskoða ástarsambandið og fjölskyldulífið, þarftu og villtu gera einhverjar breytingar? Ef svo er þá er þetta rétti tíminn.

Og að lokum, farðu í ævintýraferð í kringum dagsetningarnar 24. júní til 8. ágúst og njóttu þess að slaka á.

Spá Susan Miller má lesa í heild sinni inni AstrologyZone.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál