Tvíburi á að dekra við sig í júní

Tvíburinn má alveg dekra smá við sig þennan mánuðinn að …
Tvíburinn má alveg dekra smá við sig þennan mánuðinn að sögn Susan Miller.

Kæri Tvíburi, ef þú ert á föstu þá mun öll athygli þín vera á sambandinu í upphafi mánaðar. Þú munt jafnvel íhuga trúlofun, hjónaband eða næsta skref, hvað svo sem það gæti verið í þínu tilviki.

Merkúr er plánetan þín, hún mun verða andspænis Satúrnus í upphafi mánaðar sem þýðir að þú ættir að taka því rólega hvað varðar ný viðskipti og tilboð. Bíddu með að taka stórar ákvarðanir þar til eftir 11. júní.

Farðu nú að íhuga ferðalög, 5. júní er til dæmis tilvalin tímasetning til að skella þér í smá ferð. Þú ættir svo að splæsa í dekur í kringum næstu helgi og njóta lífsins.

Í kringum 12-18 júní ættir þú að fínpússa þau plön sem þú hefur verið að gera undanfarið hvað varðar vinnu og starfsframa. Einbeittu þér að þeim verkefnum sem þú átt eftir að klára í stað þess að taka að þér ný. Þetta er rétti tíminn til að fullkomna hlutina. Það verður mikið að gera og það gæti meira að segja borgað sig að fá smá hjálp.

Settu heilsuna í fyrsta sæti í kringum 14. júní og hættu að fresta hlutunum. Farðu vel með þig og gefðu þér tíma til að gera þá hluti sem þú hefur lengi ætlað að gera.

Á milli 24. júní til 8. ágúst muntu líklegast eyða meiri peningum en þú ert vön að gera. Á sama tíma mun innkoma þín aukast vegna t.d. aukaverkefnis. 

Í kringum mánaðarmótin verður heppnin svo með þér. Aukin rómantík og barnalán gæti gert vart við sig, sérstaklega ef þú ferð út fyrir heimilið og skoðar nýja og fallega staði.

Spá Susan Miller má finna í heild sinni inni á AstrologyZone.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál