Er kominn tími til að fyrirgefa?

Fyrirgefning hefur ekkert með aðra að gera. Það að fyrirgefa hefur einvörðungu með þig að gera. Ef þú telur að einhver hafi gert eitthvað á þinn hlut verður þú að fyrirgefa þeim einstaklingi til að geta orðið fjáls gagnvart honum. Þú getur valið að hafa þessa persónu ekki lengur í lífinu þínu, en fyrirgefning frelsar.

Ef við fyrirgefum ekki samkvæmt Mitch Albom höldum við áfram að vera reið og reiði er eitur fyrir sálina. Það getur vel verið að þú eigir einungis lítinn hluta af sök í máli, en taktu ábyrgð á þínu og fyrirgefðu þeim sem þú ert reiður út í. Það er ekki auðvelt, en það er vel þess virði til að geta haldið áfram með lífið frjáls. Mikilvægt er að muna að við höfum alltaf val um viðbrögð okkar. 

Ástæðan fyrir því að reiði er eitur fyrir sálina er sú að sá sem maður er reiður út í býr oft og tíðum í hausnum á manni. Það er kannski ekki það sem maður ætlar sér í grunninn, en þegar maður er farinn að taka drjúgan tíma úr deginum í að velta sér upp úr málunum, má fara að kalla þetta sambúð. Segðu óvini þínum upp og frelsaðu hann úr höfðinu á þér. Með því að fyrirgefa sleppir maður reiðinni og fær rými og tækifæri til að nota tímann til að njóta og elska. 

Hér er myndskeið úr SuperSoul um hluta af málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál