Slíttu sambandinu út frá stjörnumerkinu

Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar.
Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef þú ert í sambandsslitahugðleiðingum en veist ekki hvaða aðferð þú átt að nota, eiga rólega samræður eða bara láta þig hverfa getur stjörnumerkið þitt veitt þér hjálp. Stjörnuspekingurinn Donna Page fór yfir með Women's Heatlh hvaða aðferðir henta stjörnumerkjunum. 

Hrút­ur­inn - 21. mars til 19. apríl

Page segir að það sé freistandi fyrir hrútinn að binda enda á allt eftir stormasamt rifrildi. Hún hvetur hrútinn til þess að fara á móti sínu náttúrulega eðli og draga djúpt andann og bíða einn dag til þess að vera viss um að þetta sé það sem hann vill. 

Nautið - 20. apríl til 20. maí

Nautið vill ekki ana að neinu og það er í fínu lagi. Þegar búið er að ræða málið gæti nautið viljað stunda kynlíf með hinum aðilanum einu sinni í viðbót. Í þeim tilvikum er mikilvægt að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðunni. 

Tví­bur­inn - 21. maí til 20. júní

Tvíburi hefur ekki úr mörgum aðferðum að velja þegar kemur að sambandsslitum. Hún bendir á að tvíburinn geti sest niður á hefðbundinn hátt og rætt málin en ef það gerir stöðuna bara verri er í lagi að hringja. Tvíburanum líður betur þegar hann er búinn segja frá því hvernig honum líður. 

Er sambandið ekki að ganga upp?
Er sambandið ekki að ganga upp? mbl.is/Thinkstockphotos

Krabb­inn - 21. júní til 22. júlí

Page segir að krabbinn hafi tilhneigingu til að bíða, meira að segja þegar hlutirnir eru alls ekki að ganga upp. Þegar hann er loksins tilbúinn að taka ákvörðunin verður það mjög erfitt. Þess vegna er mikilvægt að láta hinn aðilann vita að þú hafir reynt. Krabbinn ætti að segja manneskju upp á stað þar sem hann er ólíklegur til þess að fara að gráta. 

Ljónið - 23. júlí til 22. ág­úst

Það hentar ljóninu að eiga djúpar samræður við maka sinn um hvað sé ekki að virka fyrir það. Ljónið þarf samt að passa upp á það að kvarta ekki of mikið. Það ætti að reyna að hvetja hinn aðilann áfram og hugga hann með því að ný ást sé handan við hornið. Svo ætti ljónið að meðtaka það sem það hafði í sambandinu og halda áfram. 

Meyj­an - 23. ág­úst til 22. sept­em­ber

Þrátt fyrir að tilfinningar skipta máli þá skiptir hið praktíska ekki síður máli fyrir meyjuna. Ef parið er ekki sammála um hvað það vill finnst meyjunni ekkert vit í sambandinu. Meyjan ætti að setjast niður með hinum aðilanum fara yfir það að þið reynduð en það hafi ekki gengið. 

Vog­in - 23. sept­em­ber til 22. októ­ber

Vogir eru indælar manneskjur en það getur verið ruglingslegt fyrir hinn aðilann ef vogin reynir að vera afar indæl í sambandsslitum. Vogin ætti að útskýra fyrir hinum aðilanum hvað virkaði ekki í stað þess að fara í kringum það á góðan hátt. 

Sporðdrek­inn - 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber  

Sporðdrekinn á það til að vilja ná hefndum. Í stað þess þó að fara yfir allt það sem var ömurlegt við sambandið ætti sporðdrekinn að eiga samræður við hinn aðilann um hvað virkaði ekki og hvað þið áttuð sameiginlegt þangað til búið er að hreinsa loftið. 

Fólki líður oft betur þegar það talar saman.
Fólki líður oft betur þegar það talar saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Bogmaður­inn - 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber

Það er freistandi fyrir bogmanninn að hlaupa í burtu og takast ekki á við það að þurfa að hætta með manneskju. Það virkar auðvitað ekki svo. Page hvetur bogmenn til þess að tala um hlutina án þess að kenna einhverjum um. 

Stein­geit­in - 22. des­em­ber til 19. janú­ar

Steingeitin þarf að vera viss um að hafa enga eftirsjá þegar hún hættir í sambandi. Stjörnuspekingurinn segir það í góðu lagi fyrir steingeitina að taka sinn tíma. Hún mælir síðan með að hún hætti með manneskju eins og hún væri á viðskiptafundi til dæmis með því að hittast í kaffi eða hádegismat. Þar getur steingeitin útskýrt hvað virkaði ekki. 

Vatns­ber­inn - 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar

Svo lengi sem sambandið endar ekki mjög illa vill vatnsberinn halda vinasambandi, hann þarf bara að vera viss um að hinn aðilinn skilji hvað er að vera bara vinur. 

Fisk­ur­inn - 19. fe­brú­ar til 20. mars

Það getur tekið fiskinn dágóðan tíma að átta sig á því hvort hann vilji virkilega slíta sambandinu, þegar hann hefur hinsvegar gert það er hann tilbúinn. Stjörnuspekingurinn mælir með að fiskurinn setjist niður með hinum aðilanum og segi frá tilfinningum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál