Kærastan stundar sjálfsfróun eftir kynlíf

Kærastan heldur ein áfram á meðan maðurinn fer í sturtu.
Kærastan heldur ein áfram á meðan maðurinn fer í sturtu. mbl.is/Getty Images

Maður leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian, vegna kærustu sinnar. 

Ég er búinn að vera í sambandi í níu mánuði. Ég hélt að kynlífið væri gott fyrir okkur bæði, en þegar við klárum þá segir hún mér að fara í sturtu. Ég velti því fyrir mér af hverju, og nú veit ég það, hún fróar sér. Hún hefur gert það oft, ég held að hún fái aldrei nóg. Hvað á ég að gera?

Ráðgjafinn segir manninum að gera ekki neitt. Hann ætti að fara í sturtu og leyfa henni að halda áfram. Þetta sé algengt og þurfi ekki að þýða að hún njóti ekki kynlífsins með honum. 

Margar konur þrá fullnægingu númer tvö, sérstaklega ef þær eru mjög æstar í samförum. Kannski vill hún ekki biðja þig um að veita sér auka nautn, eða kannski er hún hrædd við að þér finnist hún of kröfuhörð. Mörgu fólki, konum og körlum, finnst oft fullnægingin sem það fær við sjálfsfróun vera öðruvísi (fyrir konur er lagt áherslu á snípinn) en sem það fær úr samförum. Við sjálfsfróun finnst þeim það fá djúpa fullnægjandi fullnægingu í stað þess kvíða sem getur fylgt kynlífi með annarri manneskju.                                                         

Kynlíf með þér getur verið fullnægjandi fyrir hana á marga vegu sem endurskapast ekki við sjálfsfróun, samt vill svo til að hún vill fá þessa auka. Þú getur kallað það að fá ekki nóg. Ég myndi kalla það að vera snjöll í kynlífi og þú heppinn að hún æsist við þig. 

Ef þú vilt taka lengra út fyrir ykkar venjulega kynlífsmynstur, spyrðu hana hvað hún vill nákvæmlega að þú gerir eftir að hún hefur fengið fullnægingu. Vertu tilbúinn að fylgja leiðbeiningunum nákvæmlega eða þú verður sendur í sturtu. 

Konan sendir kærastann sinn beint í sturtu eftir kynlíf.
Konan sendir kærastann sinn beint í sturtu eftir kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál