Einkabörn líklegri til þess að halda fram hjá

Einkabörn eru sögð líklegri til þess að halda fram hjá.
Einkabörn eru sögð líklegri til þess að halda fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Einkabörn eru oft sögð frekari og dekraðri en önnur börn. Fólk án systkina heldur áfram að verða fyrir aðkasti þegar það er komið á fullorðinsárin og er frekar sagt halda fram hjá en fólk sem á systkini. 

Stefnumótasíða fyrir gift fólk sem vill halda fram hjá komst að því að stærsti hluti kúnna hennar væru einkabörn, allt fólk sem vildi halda fram hjá vegna eðlis síðunnar. 

Fram kemur í grein Women's Health um könnunina að talsmaður síðunnar segi að einmanaleikinn sem einkabörn finna fyrir í æsku komi aftur í samböndum þeirra á fullorðinsárunum. Eru þau sögð hungra í athygli og því fari þau þá leið að halda fram hjá. 

Á eftir einkabörnunum var næststærsti hópurinn elstu börn, þar á eftir komu yngstu börn en miðjubörn voru þau trúföstustu samkvæmt stefnumótasíðunni. 

Einn elskhugi er ekki nóg fyrir suma.
Einn elskhugi er ekki nóg fyrir suma. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál