Sex stellingar fyrir hávaxnar konur

Nicole Kidman er vön því að vera hærri en eiginmenn …
Nicole Kidman er vön því að vera hærri en eiginmenn hennar. AFP

Í flestum gagnkynhneigðum samböndum er karlmaðurinn hávaxnari en konan. Þetta er þó ekki algilt og margar hávaxnar konur sem finna sér lægri menn. Claire Lampen hjá Women's Health kannast við þetta af eigin raun og ráðleggur konum í þessari stöðu að forðast trúboðastellinguna. Hún mælir síðan með nokkrum stellingum sem geta reynst hávöxnum konum vel. 

Hundurinn

Stellingin þar sem konan er á fjórum fótum og maðurinn fyrir aftan á hnjám hefur reynst fólki af öllum stærðum og gerðum vel. 

Standandi

Fyrir þá sem vilja reyna aðeins meira á sig mælir Lampen með því að karlmaðurinn haldi á konunni. 

Liggjandi hundur

Staðan er lík fyrstu stellingunni og reynist því líka vel. Í þessi tilviki liggur konan í stað þess að styðja sig með höndunum. Karlmaðurinn notar hendurnar síðan til þess að styðja sig þar sem hann hallar aðeins yfir konuna. 

Kross

Það er engin hætta á að enni karlmannsins nái bara upp að höku í þessari stellingu þar sem hann liggur þvert ofan á konunni þannig að líkamar þeirra mynda kross. 

Sitjandi hjólbörur

Karlmaðurinn situr á rúminu á meðan konan kemur sér í stellingu sem líkist hjólbörum. Andlitið vísar niður og frá manninum og hún setur þunga á hendurnar sem halda henni upp. 

Kóngulóin

Konan og karlinn vísa að hvort öðru, karlinn situr en konan hallar sér aftur og liggur á olnboganum. Hávaxin konan kemur fótum sínum yfir fætur karlsins svo báðir aðilar eru með hné beygð og fætur í jörðu, eða rúmi. 

Ekki er mælt með trúboðastellingunni fyrir konur með lægri mönnum.
Ekki er mælt með trúboðastellingunni fyrir konur með lægri mönnum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál