Langar til að hætta framhjáhaldinu

Konan heldur áfram að halda fram hjá þrátt fyrir að …
Konan heldur áfram að halda fram hjá þrátt fyrir að vera hrifin af kærastanum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kæra Deidre, kærastinn minn er sætur og kynlífið frábært. Ég vil ekki halda áfram að halda fram hjá honum en ég held samt áfram að gera það. Ég er 21 árs og hann 22 ára. Ég hitti hann á Spáni í september í fyrra. Við höfum verið að hittast síðan og það er frábært,“ skrifaði ung kona sem leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Hann lítur vel út en ég er ekki viss um að hann elski mig á sama hátt og ég vil vera elskuð. Ég vil dýrkun, traust og eilífa ást. Stundum prófa ég hann með því að segja að þetta sé of mikið og ég þurfi pásu. Hann kemur alltaf hlaupandi þegar ég hringi. Ég hitti hann um helgar en á miðvikudögum fer ég á skemmtistað með vinum mínum og þá hef ég haldið fram hjá honum. Ég geri ráð fyrir að ég sé pínu eins og mamma mín. Hún varð ólétt 17 ára. Pabbi minn var í hernum og gerði allt rétt. Hún dýrkaði hann og þegar hann dó í eyðimörkinni var hún eyðilögð. Ég var bara fjögurra ára en ég man enn daginn þegar hún frétti að hann væri dáinn.“

„Hún var alltaf með einhverjum náungum sem dýrkuðu hana og borguðu drykkina hennar. Oft var hún með að minnsta kosti tvo menn í takinu. Hún sagði mér að hún hefði misst sína einu sönnu ást og var alveg sama um menn eftir það. Hún notaði þá til þess að vera ekki ein. Ég varð sjálf ólétt ung en strákurinn fór um leið og ég sagði honum frá því. Ég taldi betra að fara í fóstureyðingu.“

„Málið er að ég er mjög hrifin af kærasta mínum og ég vil ekki særa hann eða fæla hann í burtu. Þannig að, hvernig hætti ég að haga mér svona?“

Maðurinn kemur alltaf hlaupandi þegar hún hringir.
Maðurinn kemur alltaf hlaupandi þegar hún hringir. mbl.is/Thinkstockphotos

„Þú hefur virkilega verið særð auk þess sem þú horfðir upp á þjáningu móður þinnar. Skilaboðin um að ást leiði til mikils sársauka eru djúpt grafin innra með þér,“ svaraði ráðgjafinn. 

„Það er synd þar sem það eru til margir menn sem vita hvernig á að elska og vilja vera elskaðir það sem eftir er, það virðist líka eiga við um kærastann þinn. Þú átt í hættu að særa hann og þitt eigið sjálfstraust. Er frjálslegt kynlíf virkilega fyrir þig? Hugsaðu endilega betur um sjálfa þig. Hættu að að taka áhættu með heilsu þina, öryggi og manninn sem þú elskar. Hingað til hefur hann hlaupið aftur til þín en líkurnar eru með því að einn daginn hætti hann að gera það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál