Bónorðið hefði varla getað farið verr

Trúlofunarhringurinn var vel falinn.
Trúlofunarhringurinn var vel falinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir nýta sumrin til þess að trúlofa sig en Smartland mælir ekki með því að fara sömu leið og kona sem læknirinn Adam Key hjálpaði eftir að bónorð hennar misheppnaðist skelfilega. Key fór yfir söguna í bók sinni This is Going to Hurt eins og Mirror greinir frá. 

Ætlaði ónefnd kona að biðja kærasta síns á hlaupársdegi, 29. febrúar, og var búin að fela hring inni í Kinder-eggi. Ekki nóg með það að fela hringinn heldur faldi hún eggið líka og það inni í leggöngum sínum. 

Plan konunnar var að maðurinn myndi með fingraleikni sinni finna Kinder-eggið, taka það út úr henni og þá ætlaði hún að biðja hans. Það sem gerðist hins vegar var að eggið festist lárétt inni í leggöngum konunnar. 

Læknirinn segir að konan hafi ekki viljað segja manninum hvað hún hefði gert. Hún bað hann þó um að giftast sér áður en þau brunuðu upp á spítala. Þar tók Key á móti þeim og fjarlægði eggið með töng og fékk unnustinn loks hringinn á spítalanum. 

Hringurinn var falinn í Kinder eggi.
Hringurinn var falinn í Kinder eggi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál