Góð ráð áður en þú hittir tengdó

Það fer allt á versta veg fyrir Ben Stiller í …
Það fer allt á versta veg fyrir Ben Stiller í Meet the Parents. imdb

Við höfum öll séð gamanmyndir þar sem nýi makinn er kynntur fyrir foreldrunum. Oftar en ekki á það til að fara illa. Lífið er þó ekki eins og amerísk gamanmynd. Það getur verið stressandi fyrir alla þegar þú hittir tengdaforeldra þína í fyrsta skipti. Lykilatriðið fyrir svona fundi er klárlega undirbúningur. Hér eru nokkur ráð til að auðvelda þér, og öllum hlutaðeigandi, fyrsta skiptið sem þú hittir tengdaforeldrana. Það er líka mikilvægt að vera jákvæður og hafa það í huga að þó að eitthvað komi upp á þýðir það ekki að þú eigir ekki framtíð með maka þínum.

1. Ræddu við maka þinn um hittinginn
Spurðu maka þinn út í foreldra hans og spurðu hvernig þeir eru. Vertu einnig búin að finna út hvað maka þínum finnst um foreldra sína og hversu náinn hann er foreldrum sínum. Spurðu líka út í hefðir og venjur. Ef þú ert að fara hitta fleiri en foreldrana, til dæmis systkini, maka þeirra og börn, spurðu hver er hvað áður en þið mætið.

2. Biddu maka þinn um að vera búinn að segja foreldrum sínum eitthvað um þig
Það er gott að biðja makann um að undirbúa foreldrana smá, til dæmis segja frá því ef þú ert grænmetisæta eða vegan til að forðast vandræðalegar aðstæður.

3. Undirbúðu þig fyrir aðstæðurnar
Aðstæðurnar skipta miklu máli þegar þú hittir tengdafjölskylduna í fyrsta skipti. Ertu bara að fara hitta foreldra maka þíns eða alla fjölskylduna? Er ykkur boðið í mat heim til þeirra eða ætlið þið að hittast á veitingastað? Eruð þið að fara í lengri heimsókn eða aðeins að hitta þau eina kvöldstund.

4. Komdu með smá gjöf
Það er sniðugt að koma með einhverja smávægilega gjöf eins og blóm, vínflösku, eftirrétt eða súkkulaði. Þegar kemur að gjöfinni er gott að vera búin/nn að undirbúa sig, ekki koma með vínflösku ef tengdaforeldrar þínir drekka ekki og ekki koma með blóm ef annað þeirra er með ofnæmi.

5. Klæddu þig á viðeigandi hátt
Það er mikilvægt að koma vel fyrir ef þú vilt heilla tengdaforeldra þína. Klæddu þig því í samræmi við aðstæður og vertu jafnvel aðeins fínni en vanalega.


6. Leggðu þig fram
Leggðu þig fram við að taka þátt í samtalinu, spurðu spurninga og sýndu áhuga á því sem þau segja þér.

7. Berðu virðingu fyrir hefðum og venjum
Allar fjölskyldur eiga sínar hefðir og venjur og því er mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þetta á sérstaklega við um jól og stórhátíðir, þar sem hlutirnir eru oft í föstum skorðum. Þótt hefðir tengdafjölskyldunnar séu ekki þær sömu og þínar, berðu virðingu fyrir þeirra og taktu þátt.

8. Sýndu mannasiði
Mundu eftir að þakka fyrir þig og bjóddu fram hjálp þína ef þú getur.

9. Ekki tala um eitthvað viðkvæmt eða vandræðalegt
Þarna skiptir undirbúningur einnig máli. Ekki ræða stjórnmál eða heimsmálin án þess að vita hvar tengdaforeldrar þínir standa í þessum málefnum. Það tekur tíma að kynnast og það er óþarfi að fara opinbera stjórnmálaskoðanir sínar í fyrsta skipti í mat hjá tengdaforeldrunum.

10. Mundu að það eru allir smá stressaðir
Þú ert ekki eina manneskjan sem er stressuð. Maki þinn og foreldrar hans eru líka stressuð og allir eru að reyna að vera upp á sitt besta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál