Þreytt á hjákonuleiknum

Maðurinn á kærustu en stundar kynlíf með vinnufélaga sínum.
Maðurinn á kærustu en stundar kynlíf með vinnufélaga sínum. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu. Við höfum unnið saman í ár. Hann er 22 ára, myndarlegur með töffaralegt bros. Ég er tvítug og einhleyp. Hann sagðist vera hrifinn af mér en hann ætti kærustu. Ég sagði honum að ég hefði ekki áhuga en hann hélt áfram. Samband okkar byrjaði í kveðjuhófi fyrir verslunarstjóra í búð sem við vinnum í. Hann drakk mikið og daðraði allt kvöldið,“ skrifar ung kona og leitar ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Ég þurfti að ganga í gegnum almenningsgarð á leiðinni heim svo þessi strákur bauðst til að ganga með mér. Á leiðinni stoppuðum við til þess að horfa á stjörnurnar. Áður en ég vissi af vorum byrjuð að kyssast. Þetta var hlýtt kvöld og fljótlega vorum við byrjuð að afklæðast. Næsta sem ég vissi vorum við að stunda kynlíf í rólegu horni í garðinum. Í vinnunni daginn eftir sagði hann mér hversu frábært kynlífið hefði verið. Ég naut þess líka svo við ákváðum að vera bólfélagar. Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið að vonast eftir meira en fljótlega áttaði ég mig á því að þetta var ekki að fara neitt og hann myndi aldrei fara frá kærustunni sinni. Hún er eldri en hann og í góðri vinnu. Hann segir að kynlífið með henni sé ekkert sérstakt en lífið með henni er þægilegt fyrir hann. Ég vil vera í sambandi sem á sér framtíð, með einhverjum sem á ekki nú þegar kærustu. 

Ég veit ekki hvernig ég á að enda þetta.“ 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál