8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

Er konan að hugsa um einhvern annan?
Er konan að hugsa um einhvern annan? mbl.is/Thinkstockphotos

Stundar þú ekki kynlíf tvisvar í viku eða hugsar um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Tracey Cox heldur því fram að þetta og margt annað sé eðlilegt. Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. 

Kynlíf sjaldnar en tvisvar í viku

Oft er því haldið fram að fólk stundi kynlíf að meðaltali 2,2 sinnum í viku. Ekkert samband er eins og tekur kynlíf fólks mið af því hversu lengi það er búið að vera saman. Segir hún það til að mynda eðlileg fyrir útvinnandi foreldra að vera ekki að stunda kynlíf á hverju kvöldi. 

Hugsar um einhvern annan en makann í rúminu

Cox bendir á að fólk hætti ekki að laðast að öðru fólki þó svo það sé ástfangið. Segir hún það að hugsa um einhvern annan í rúminu vera betra en að gera eitthvað í því í alvörunni. Ef þetta gerist í hvert skipti sem par stundar kynlíf gæti það þó verið vandamál. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Makinn er ekki hættur að horfa á klám

Segir Cox það ekki vera vandamál nema ef makinn stundar frekar sjálfsfróun yfir klámi í stað þess að stunda kynlíf með maka sínum. Einnig ef eytt er mjög miklum tíma í að horfa á klám. Segir hún gott að fólk stundi sjálfsfróun í samböndum og stundum noti fólk klám til þess að fá útrás.

Þú gerir alltaf það sama í kynlífinu

Flestir halda sig við það sem þeir þekkja þegar þeir stunda kynlíf að sögn Cox. Í rauninni bendir hún á að flest pör stundi kynlíf á nákvæmlega sama hátt og nákvæmlega jafnlengi þegar það stundar kynlíf. 

Færð ekki fullnægingu í samförum

Þetta er ekki vandamál hjá konum enda 80 prósent kvenna sem fá fullnægingu bara með því að stunda samfarir. Erfitt er að örva snípinn á þann hátt og er gott ef maki kemur við sníp konu sinnar. 

Þig langar ekki að stunda kynlíf

Það er eðlilegt að fólk langi ekki að stunda kynlíf á hverjum degi, sérstaklega á þetta við þegar það er stressað, líður illa eða bara óánægt með sjálft sig. Það sama gildir um makann. Ef ykkur langar hins vegar aldrei að stunda kynlíf gæti þetta verið vandamál. 

Kynlífið á ekki að vera eins og í bíómyndunum

Mjög fá pör stunda alltaf kynlíf eins og það gerist á skjánum. Segir Cox að fólk þurfi virkilega að hafa fyrir því ef kynlífið á að líkjast eldheitri ástríðstund í sjónvarpinu. Kynlíf snýst líka um margt annað eins og ást, skemmtun og tengingu við makann. 

Ólíkar hugmyndir um hvað sé gott kynlíf

Það er ekkert eðlilegra en að uppáhaldsmaturinn sé ekki sá sami. Það sama á við um kynlíf. Þetta er aðeins vandamál ef fólk er ekki hreinskilið við hvort annað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál