Þetta gerir sambúð ekki heillandi

Ætli þetta þrífi baðherbergið reglulega?
Ætli þetta þrífi baðherbergið reglulega? mbl.is/Thinkstockphotos

Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Þegar lífið fer allt í einu að snúast um þrif og þvott renna oft tvær grímur á fólk. Það er ekki óvenjulegt ef draumamakinn reynist vera subba með stóru s-i. Könnun sem Moshells gerði sýnir hvað fólk í gagnkynhneigðum samböndum kann alls ekki við og öfugt. 

Þessi atriði leggjast illa í konur þegar þær íhuga sambúð með kærasta: 

1. Skítugt baðherbergi. 

2. Fullur vaskur af diskum.

3. Myndir af fyrrverandi kærustum.

4. Skítugur þvottur. 

5. Illa lyktandi niðurfall. 

Þessi atriði leggjast illa í karlmenn þegar þeir íhuga sambúð með kærustu. 

1. Skítugt baðherbergi. 

2. Fullur vaskur af diskum.

3. Skítugur þvottur. 

4. Hár út um allt. 

5. Myndir af fyrrverandi kærustum. 

Þótt ýmislegt fari í taugarnar á fólki sem er að byrja að búa saman er annað sem er aukaplús. Konur og karlar eru til dæmis sammála um að stórt rúm sé mjög góður kostur. Konur eru hrifnar af fallegum húsgögnum en karlmenn heillast aðeins meira af stóru sjónvarpi. Mikilvægt er fyrir konur að góð þvottaaðstaða sé á heimilinu en karlmenn hafa meiri áhuga á flottri tölvu og hollum mat í ísskápnum. Gæludýr vinna svo með karlmönnum. 

mbl.is/Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál