Kynlífið ekki gott eftir framhjáhald

Kynlífið er ekki eins og áður.
Kynlífið er ekki eins og áður. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og eiginmaður minn höfum verið gift í næstum því átta ár. Eftir tímabil þar sem við stunduðum lítið kynlíf hélt hann fram hjá mér og byrjaði að hitta aðra konu. Þetta leiddi til þess að við hættum saman og stuttu seinna hitti ég annan mann. Eftir gott samtal byrjuðum við aftur saman. En núna er eins og kynlífið sé ekki eins gott og það var þegar við kynntumst fyrst. Ég er hrædd um að hann stynji annað nafn en mitt og hann er hræddur um að hann fullnægi mér ekki (ég hef sagt honum að hann geri það). Ég talaði nýlega um að fortíðin geri okkur erfitt fyrir af því hann heldur að ég vilji vera með hinum manninum,“ skrifaði gift kona og leitaði hjálpar hjá Pamelu Stephenson Connelly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn sagði það jákvætt að hjónin hefðu byrjað saman aftur. Til þess að sambandið virki verða þau hins vegar að hætta að brjóta hvort annað niður. 

„Þið verðið að koma ykkur saman um reglur. Fyrst og fremst ætti alls ekki að nefna gamla elskhuga á nafn. Í öðru lagi eruð þið bæði meðvituð um óöryggi ykkar, þið verðið að vinna bug á því með ást og umhyggju, ekki dýpka sárin. Ef mikil gremja er til staðar verðið þið að tala um hana, helst með góðum ráðgjafa. Samþykkið síðan að halda áfram og skiljið fortíðina eftir. Það er mikilvægt fyrir ykkur hvort sem það er í samræðum eða kynlífi að þið styðjið hvort annað, elskið og hafið góð áhrif á hvort annað. Það tekur tíma að endurbyggja traust.“

Eiginmaðurinn hélt fyrst fram hjá.
Eiginmaðurinn hélt fyrst fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál