Sefur ennþá uppi í hjá mömmu

Kærastan hefur áhyggjur af nánum tengslum kærastans við mömmu sína.
Kærastan hefur áhyggjur af nánum tengslum kærastans við mömmu sína. Ljósmynd/Pixels/Kindel Media

Ung kona í vandræðum leitar ráða hjá notendum á vefsíðunni Reddit vegna kærasta síns sem virðist alltaf sofa í sama rúmi og móðir sín. Vefmiðilinn DailyStar greindi frá.

„Kærastinn minn sefur uppi í rúmi hjá mömmu sinni - mér líður eins og við séum að eiga við vandamál. Mér finnst þetta mjög óþægilegt,“ skrifaði konan meðal annars við innlegg sem hún birti á Reddit. Segist hún hafa orðið agndofa af undrun þegar hún uppgötvaði að kærastinn og mamma hans sofa oftar en ekki saman í rúmi móðurinnar.

Kærastinn er orðinn fullorðinn og sefur enn uppi í hjá …
Kærastinn er orðinn fullorðinn og sefur enn uppi í hjá móður sinni. Ljósmynd/Pixels/Kindle Media

Konan væri varla að leita á náðir netverja ef kærastinn væri barnsungur en hann er kominn á fullorðinsár og er enn að sofa uppi í hjá móður sinni. Það verður að teljast nokkuð skrýtið. Þessi iðja veldur örðugleikum í ástarsambandi parsins en unga konan segist eiga erfitt með hætta með kærasta sínum sökum þessa. Hún hafi þó reynt að tala við hann um þetta án árangurs.

„Hann varð mjög reiður út í mig þegar ég spurði hann út í þetta og sagði að það væri mjög eðlilegt í hans menningarheimi að mæður og synir væru mjög náin hvort öðru,“ sagði unga konan. „En þegar ég spurði hann hvort mamma hans hefði sofið ein uppi í rúmi hjá pabba sínum þegar hún var 40 ára þá sagði hann svo hafa augljóslega ekki verið,“ útskýrði hún enn fremur. 

Meðvirkur mömmu sinni

Kærastan segir tengdamóður sína vera afar háða syni sínum og að hún eigi það til að skipta sér að öllu sem við kemur ástarsambandi parsins. 

„Hún blandar sér í öll rifrildi okkar og svo hringir hún í hann á hverjum degi, oft á dag. Mér finnst þessi meðvirkni hans vera farin að hafa alvarleg áhrif á samband okkar.“

Netverjar lágu ekki á svörum sínum og ráðlögðu henni langflestir að taka á rás og hlaupa út úr þessu sambandi hið snarasta.

„Hlaupa,“ ráðlagði einn.

„Ertu viss um að það sé ekki bara langskynsamlegast að hætta saman?“ spurði annar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál