Er hægt að skipta öllu jafnt á milli barna eftir andlát?

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvernig eigur látinna hjóna skiptast eftir þeirra dag. 

Sæl Þyrí

Er hægt að ganga þannig frá í erfðamálum að sá er lifir maka sinn geti setið í óskiptu búi og þegar bæði hjón eru látin þá skiptist arfur i jafna hluta á börn beggja aðila þrátt fyrir að hjónin áttu ekkert barn saman.

Kv, JH

Góðan daginn. 

Það er vel hægt að ganga frá erfðamálum með þessum hætti sem lýst er. Ef það eru ekki sameiginleg börn hjá hjónum þá þarf að tryggja réttinn til að sitja í óskiptu búi með gagnkvæmri erfðaskrá. Í slíkri erfðaskrá er kveðið á um að það sem er langlífara hafi heimild til að sitja í óskiptu búi kjósi það að gera það. Ef erfðaskráin er rétt úr garði gerð er ekki hægt að hnekkja þessu þó erfingjarnir séu af einhverjum ástæðum ósáttir við þetta.

Eftir lát beggja hjóna og eftir setu í óskiptu búi þá fellur niður erfðarétturinn á milli hjónanna. Þegar að því kemur þá yrði eignum ykkar beggja skipt til helminga og börn ykkar, hvors um sig, erfa þá sitt foreldri þ.e. helmingurinn skiptist á börn annars og hinn helmingur á börn hins.

Ef börnin eru ekki jafnmörg sitt hvoru megin og vilji er til þess að þau fái öll jafnt þarf mögulega að skoða þetta betur og útbúa erfðaskrá um það sérstaklega. Við því eru þó ákveðnar takmarkanir og e.t.v. vert að skoða það betur með lögmanni.

Með kveðju,

Þyrí Steingrímsdóttir hrl.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál