Svitalykt á klámmyndatökustað

Líf klámmyndastjarna er misjafnt og tekjurnar lágar.
Líf klámmyndastjarna er misjafnt og tekjurnar lágar. AFP

Klámmyndastjörnur segja frá öllum helstu smáatriðum vinnustaðar síns í þættinum You Can't Ask That sem sýndur er vestanhafs. Hvernig er það í raun og veru að stunda kynlíf fyrir framan myndavélar?

„Ég var forvitinn unglingur og klámið hafði alltaf heillað mig,“ sagði Angela White, 35 ára klámmyndaleikkona og oft kölluð Meryl Streep iðnaðarins. Fyrstu skiptin hennar voru ekki ánægjuleg en svo fór hún að njóta sín betur.

„Þetta var örlítið ógnvekjandi en nú finnst mér miklu auðveldara að stunda kynlíf fyrir framan vélar en til dæmis að veita viðtal sem þetta. Sagt er að svo lengi sem maður sé að gera það sem maður elskar þá verði þetta aldrei eins og vinna.“

Svæsin svitalykt

Þegar White er spurð um lyktina á tökustað segir hún hana geta orðið svæsna.

„Þegar það er heitt úti og loftkælingin ekki á þá verður mikil svitalykt.“

Woody Fox klámmyndaleikari tekur í sama streng. „Lyktin á tökustað segir mikið til um hversu atvinnumannslega staðið er að málum. Flottur vinnustaður lyktar eins og hreint rými ... en fýlan er oft fljót að láta á sér kræla.“

Hefur áhrif á einkalífið

Ruby Valentine segir klámmyndaleikkonustarfið hafa haft áhrif á sambönd sín í raunveruleikanum.

„Ég er minna fyrir kynlíf og elska að haldast í hendur og kyssast. Mér finnst meiri nánd felast í því og ég geri því meira af því í einkalífinu.“

Arianna Kody og Nikki Stern segja það sama. „Ég er að mestu skírlíf ef frá er talin vinnan. Ég held að vinnan hafi eyðilagt kynlíf fyrir mér í einkalífinu,“ segir Kody.

Sjálf hætti Stern í iðnaðinum vegna áhrifa þess á einkalífið. Hún starfar í dag sem bókasafnsfræðingur en kynlífið er enn slæmt.

Laun undir væntingum

Þá sögðu allar klámmyndastjörnurnar þetta ekki hafa gefið mikið af sér hvað laun varðar. Launin hafi verið langt undir væntingum. Flestir fá bara nokkur hundruð dollara fyrir atriðið en örfáir ná upp í þúsund dollara sé mikil eftirspurn eftir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál