„Gömul reynsla dúkkar upp í núverandi sambandi“

„Bernskan og uppeldið skiptir ótrúlega miklu máli,“ segir Björg Vigfúsdóttir, hjónabands- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, þegar hún ræðir við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálum dagsins.

Líkt og gefur að skilja geta viðfangsefnin verið margvísleg og flókin í starfi Bjargar. Segir hún mikilvægt að kafa ofan í kjölinn á þeim öllum og skoða uppruna og bakgrunn hvers og eins skjólstæðings. Með því sé hægt að að uppræta ákveðna erfiðleika sem eiga sér stað og skapa þar með dýpri skilning og aukna nánd í samböndum.

Baksagan skoðuð

„Ég byrja alltaf á að kortleggja söguna hjá fólki. Ég reyni alltaf að skoða það svolítið hvaðan fólk kemur,“ segir Björg. „Við erum öll mennsk og við sem foreldrar reynum að standa okkur vel en við erum ekki fullkomin,“ segir hún og bendir á að það sé misjafnt eftir einstaklingum hvað það er sem þá vantar til að uppfylla ákveðnar þarfir. 

„Það er svo ótrúlegt að horfa á það þegar fólk kemur til mín í parameðferð hvernig gömul reynsla dúkkar upp í núverandi sambandi,“ útskýrir Björg.

Viðtalið við Björgu má sjá og heyra í heild sinni hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda