Rikka kemur sér fyrir á nýju heimili

Það hefur verið nóg að gera hjá fjölmiðlakonunni Rikku upp á síðkastið. Hún er nýbúin í upptökum á þáttunum Master Chef sem sýndir verða á Stöð 2 í nóvember. Tæplega 500 manns sóttu um að komast í þættina og komust 50 áfram í áheyrnarprufurnar. Þar er Rikka í dómarasæti ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Eyþóri Rúnarssyni.

Rikka stendur á tímamótum því á dögunum slitu hún og sambýlismaður hennar, Stefán Hilmar Hilmarsson, samvistir. „Þetta var sameiginleg ákvörðun sem tekin var í vinsemd.“

Þegar Rikka er spurð hvað sé framundan segist hún hafa margt spennandi á prjónunum. „Ég er að vinna í nokkrum verkefnum sem koma í ljós innan skamms. Annars er ég að koma mér fyrir á nýju heimili, taka upp úr kössum og finna fallegan stað fyrir hvern hlut.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál