Sveinn Andri 50 ára

Sveinn Andri Sveinsson ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.
Sveinn Andri Sveinsson ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Ljósmynd/Björn Blöndal

„Ég átti góðan dag í gær með mínu fólki sem endaði með því að ég keyrði yngsta soninn til Akureyrar (dagurinn byrjaði á akstri til baka frá Akureyri). Síðan eru hér nokkur mál á skrifborðinu sem ekki þola bið. Ætli ég fari ekki bara út í sólina í og fái mér feitan hádegisverð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sem fagnar 50 ára afmæli sínu í dag.

Um þessar mundir er Sveinn Andri að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en hann stefnir á að hlaupa heilt maraþon sem eru 42 km.

„Svo er að vekja unglinginn á heimilinu og koma honum á æfingu. Ég stefni að því að hlaupa góða vegalengd í tilefni dagsins og ekki væri verra ef fólk myndi nú í tilefni dagsins henda inn litlu áheiti fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á hlaupastyrkur.is.“

Þegar hann er spurður að því hvort hann ætli ekki að halda veislu segir hann að það þurfi að bíða betri tíma enn um sinn.

„Ég man eftir því þegar ég var lítill hvað það var oft erfitt að vera með afmælisveislu því allir krakkarnir voru í sveit. Og þar sem svo margir félagar mínir eru í laxveiði, í bústað eða erlendis held ég kannski gott partý í september - ef ég nenni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda