Minnisstæðustu sambandsslit síðustu 15 ára

Það kom mörgum á óvart þegar þessi pör hættu saman.
Það kom mörgum á óvart þegar þessi pör hættu saman. AFP

Fræga fólkið virðist skipta um maka eins oft og það skiptir um nærföt. Skilnaðir í Hollywood þykja oft ekkert tiltökumál en stundum vekja þeir þó mikla athygli. Hérna koma nokkur minnisstæð sambandsslit síðari ára sem vöktu heimsathygli.

Kris og Bruce Jenner

Þetta verður að teljast stærsti skilnaður þessa árs. Raunveruleikastjarnan Kris Jenner og Ólympíufarinn Bruce Jenner voru gift í 23 ár og eignuðust tvær dætur saman áður en þau skildu á þessu ári. Stuttu seinna steig Bruce, sem er í dag Caitlyn Jenner, fram og greindi frá því að hann væri á leiðinni í kynleiðréttingu.

Ben Affleck og Jennifer Garner

Nýjasti Hollywood-skilnaðurinn kom mögrum á óvart því allt virtist svo fullkomið hjá þeim Ben Affleck og Jennifer Garner. Þau voru gift í tíu ár og eiga saman þrjú börn.

Ashton Kutcher og Demi Moore

Hjónaband Ashton Kutcher og Demi Moore vakti mikla athygli á sínum tíma, meðal annars vegna þess að Moore er 16 árum eldri en Kutcher. Margir höfðu litla trú á að samband þeirra myndi endast en þau komu fólki á óvart og voru saman í átta ár. Þau hættu saman árið 2011 og skildu formlega árið 2013.

Brad Pitt og Jennifer Aniston

Einn umtalaðasti Hollywood-skilnaður allra tíma er skilnaður þeirra Brad Pitt og Jennifer Aniston og fólk er enn þann dag í dag að velta sér upp úr honum. Pitt kynntist leikkonunni Angelinu Jolie við gerð myndarinnar Mr. & Mrs. Smith og stuttu seinna sótti hann um skilnað frá Aniston. Þau höfðu verið gift í fimm ár.

Við sendum hvort öðru hamingjuóskir

Tiger Woods og Elin Nor­degreen

Skilnaður þeirra Tiger Woods og Elin Nor­degreen vakti mikla athygli en Nor­degreen sótti um skilnað frá Woods eftir að hafa komist að því að hann væri að halda framhjá henni. Þegar Nor­degreen komst að framhjáhaldinu sló hún eiginmann sinn með golfkylfu, hann flúði heimili þeirra svefndrukkinn á bifreið sinni en keyrði á brunahana. Þau höfðu verið gift í sex ár.

Elizabeth Hurley og Hugh Grant

Þau höfðu verið saman í heil 13 ár áður en hjartaknúsarinnGrant var gómaður með vændiskonu. Þau hættu saman árið 2000 í kjölfar framhjáhaldsins.

Britney Spears og Justin Timberlake klæddu sig í stíl þegar …
Britney Spears og Justin Timberlake klæddu sig í stíl þegar þau voru par. AFP

Britney Spears og Justin Timberlake

Árið 2000 opinberuðu þau Britney Spears og Justin Timberlake samband sitt. Þau voru hið fullkomna par og klæddu sig meira að segja í stíl á rauða dreglinum. En eftir þrjú ár saman var ástarsambandinu lokið. Timberlake gaf út lagið Cry Me a River í kjölfarið en í laginu gefur hann í skyn að Spears hafi verið honum ótrú.

Johnny Depp og Winona Ryder

Johnny Depp og Winona Ryder byrjuðu saman í ágúst árið 1989. Í júlí árið 1990 bað Depp Ryder um að giftast sér, þau skötuhjú voru trúlofuð í þrjú ár áður en þau hættu saman. Á meðan allt lék í lyndi fékk Depp sér húðflúrið „Winona Forever“ en lét breyta því í „Wino Forever“ þegar þau hættu saman.

Tom Cruise og Katie Holmes

Tom Cruise og Katie Holmes voru gift frá árinu 2006 til 2012. Þau eignuðust eitt barn saman. Holmes er sögð hafa sótt um skilnað frá Cruise meðal annars vegna ýktra trúarbragða hans en hann var meðlimur í Vísindakirkjunni.

Cruise og Hol­mes neita að tala sam­an

Kris Humphries og Kim Kardashian voru saman í 72 daga …
Kris Humphries og Kim Kardashian voru saman í 72 daga áður en Kim fékk nóg. AFP

Kris Humphries og Kim Kardashian

Kim Kardashian og Kris Humphries gengu í það heilaga árið 2011. En 72 dögum síðar sótti Kim um skilnað frá Humphries. Áhorfendur Keeping Up With The Kardashians fengu að fylgjast með aðdraganda sambandsslitanna en Kim greindi frá því að hún væri afar óhamingjusöm. Margir vildu meina að hjónabandið hefði verið sviðsett fyrir þættina.

Jennifer Lopez og Ben Affleck

Já, Ben Affleck kemst aftur á listann. Hann og söngkonan Jennifer Lopez slitu trúlofun sinni árið 2003, þá nokkrum dögum fyrir brúðkaupið sem aldrei varð. Lopez hefur greint frá því að Affleck hafi valdið henni ástarsorg.

Ben Aff­leck olli henni ástarsorg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál