Fagurkerinn Guðrún Björg

Guðrún Björg Sigurðardóttir.
Guðrún Björg Sigurðardóttir.

Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. „Miroslava Duma er ein þeirra kvenna sem heilla mig mikið. Hún er frá Rússlandi og er flottur fjárfestir og frumkvöðull,“ segir Guðrún og ber með sér að hún tekur það besta frá hverjum stað sem hún ferðast á. 

Hvað gerirðu til að dekra við þig?

„Til að dekra við mig finnst mér best að fara í hand- og fótsnyrtingu. Ég komst upp á lagið með það þegar ég bjó í Bretlandi. Einnig að fara í nudd. En það er eitthvað við fallega snyrtar hendur sem gerir það að verkum að mér finnst ég tilbúin fyrir daginn.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Ég fer vandlega með fjármuni og tek mér vanalega góðan tíma í að melta hlutina, þannig að það má segja að ég vandi mig mikið við innkaupin. Ég geri helst mistök ef boðið er upp á vörur sem ég held upp á með góðum afslætti. Sem dæmi keypti ég mér 12 MAC-vörur á útsölu í Los Angeles. Þær voru á frábæru verði en ekkert af litunum hentaði þegar ég kom heim með vörurnar. Maður lærir svo lengi sem lifir.“

Hver er uppáhaldsíþóttafatnaðurinn þinn?

„Nike-vörurnar henta mér best því þær endast vel og eru vandaðar að mínu mati. Ég á bæði æfingaföt og -skó frá Nike og get þvegið vörurnar frá þeim og þurrkað í mörg ár án þess að sjáist nokkuð á þeim.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Að mínu mati er ómissandi að vera með fallega tösku. Fyrir utan góðan kinnalit og varalit. Taska bjargar engu en er ómissandi til að setja punktinn yfir i-ið. Að mínu mati eru því góð kaup að splæsa í vandaða tösku.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Í hreinskilni sagt er það Bobby Brown Ivory-baugafelarinn minn. Eftir að börnin fæddust gæti ég sleppt flestu því sem er í snyrtitöskunni öðru en honum. Og svo auðvitað rauði varaliturinn minn.“

Hver er uppáhaldsverslunin þín?

„Maje er franskt tískuhús sem ég er mjög hrifin af. Þar fást fallegar og vandaðar vörur á góðu verði. Merkið er klassískt en samt aðeins öðruvísi. Ég kaupi vörur frá Maje bæði í Frakklandi og Bretlandi, en ef ég er hér heima finnst mér Zara góður kostur að versla í. Það er alltaf hægt að réttlæta kaupin þar.“

Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?

„London er mín uppáhaldsborg til að versla í, en hún er menningarlegur suðupottur þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Já, uppáhaldsflíkin mín er samfestingur úr Maje. Hann er svartur eins og svo margt í mínum fataskáp.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi?

„Ég er hrifin af Sumac sem er fágaður staður með sterkum innblæstri frá Beirút í Líbanon og einnig undir áhrifum frá Marokkó. Svo er Snaps langskemmtilegasti veitingastaðurinn hér á landi að mínu mati.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Ég borða uppáhaldsmorgunmatinn minn á hverjum degi: Tvö egg steikt á pönnu í kókosolíu og bolla af americano-kaffi.“

Uppáhaldssmáforrit?

„Ég elska allt sem er myndrænt og því verð ég að segja að Instagram sé uppáhaldssmáforritið mitt. Mér finnst langskemmtilegast að fylgjast með myndum af vinum mínum og það kemur mér sífellt á óvart hvað margir hafa náð tökum á að taka fallegar og einlægar myndir af því sem mestu máli skiptir fyrir þá.“

Hvað er á óskalistanum?

„Efst á óskalistanum er kjóll frá Self Portrait.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál