Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Linda Pétursdóttir með dóttur sinni Isabellu.
Linda Pétursdóttir með dóttur sinni Isabellu. Ljósmynd/Instagram

Linda Pétursdóttir fyrrverandi Ungfrú heimur mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall lætur hún ekkert stoppa sig og þess vegna fór hún í loftbelg með dóttur sinni.

„Fyrir ári síðan fékk ég vægt heilablóðfall, ég lamaðist og missti getuna til að tala. Þetta var upplifun sem vakti upp ótta hjá mér og kenndi mér margt. Sem betur fer var ég heppin og náði mér fljótt. Þar spilar án efa inn í að ég hef lifað heilbrigðu líferni lengi,“ segir hún í fréttabréfi sínu. 

Hún segir að þessi reynsla hennar hafi gert það að verkum að hún nýtir tímann sinn betur. 

„Ég ákvað að á hverju ári myndi ég fagna lífinu með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum mínum. Hlutina sem mig langar að gera áður en ég dey,“ segir hún.

Á dögunum fór hún út fyrir þægindarammann þegar hún fór með dóttur sinni, Ísabellu Ásu Lindudóttur, í loftbelg. 

„Það var ótrúleg lífsreynsla. Að svífa um loftin á þennan hátt var friðsælt – það fékk mig til að hugleiða lífið sem ég hef búið til fyrir mig og hversu þakklát ég er fyrir það. Mikilvæg orð sem koma í hugann í þessu samhengi eru: góðvild, friður og þakklæti. Þetta eru mínir vegvísar í dag. Ég óska þess að þið munuð eiga yndislega viku framundan.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál