„Alltaf metið vináttu meira en peninga“

Hjónin Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Hjónin Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur farið fram á að Kolfinna Von Arnardóttir fjárfestir og athafnakona verði gerð gjaldþrota. Kom það fram í Lögbirtingablaðinu. Kolfinna Von segist vera miður sín yfir því. 

„Það er rétt, sem greint hefur verið frá, að landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu hefur farið fram á að ég verði gerð gjaldþrota. Ég er ekki opinber persóna og hef aldrei verið, en úr því mín persónulegu mál eru orðin fréttaefni er rétt að skýra málið aðeins.

Aron Einar og Kristbjörg eiginkona hans, sem voru mikið vinafólk mitt, tók þátt í áhættufjárfestingu með mér og fleira fólki, eins og skýrt hefur verið frá.

Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Það var aldrei nein skuld — ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim — en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ segir hún á Facebook-síðu sinni. 

Hún segir að það hafi verið mistök. 

„Auðvitað hefði ég aldrei átt, eftir á að hyggja, að bjóðast til þess að kaupa aftur þeirra hlut, enda jafn sjálfsagt að þau bæru fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. En ég hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs.“

Hún segir að þessi reynsla muni kenna henni eitthvað. 

„Ég er ung kona og það er erfitt að verjast í slíku máli þar sem eru miklar tilfinningar. Þetta er ansi dýrkeyptur lærdómur og ég hef tekið allt þetta mál mjög nærri mér. Ég hygg að allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur og mun ekki tjá mig frekar, enda um einkamál að ræða. Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs.“

Kolfinna Von Arnardóttir mætti í glæsilegum kjól í brúðkaupið hjá …
Kolfinna Von Arnardóttir mætti í glæsilegum kjól í brúðkaupið hjá Aroni Einari Gunnarssyni og Kristbjörgu Jónasdóttur. mbl.is/Kristinn Magnúsosn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál